Handbolti

Vilja að Guðmundur skili Ólympíugulli

Guðmundur skrifar undir samninginn í dag. Hann er til þriggja ára.
Guðmundur skrifar undir samninginn í dag. Hann er til þriggja ára.
Það verður pressa á Guðmundi Guðmundssyni með danska landsliðið næstu árin. Hann þarf að fylgja í fótspor Ulrik Wilbek sem hefur náð frábærum árangri með liðið og Danir vilja meiri árangur.

Formaður danska handknattleikssambandsins sagði á blaðamannafundi í dag að stefnan væri sett á að vinna fleiri verðlaun á næstu árum. "Við viljum Ólympíugull," sagði Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri handknattleikssambandsins.

"Okkur fannst mikilvægt að finna þjálfara sem gæti tekið þátt í að bæta danskan handbolta. Við þurftum þjálfara sem er teknískur, með rétta hugmyndafræði, góður að greina leikinn og góður og jákvæður leiðtogi með stóran persónuleika."

Ulrik Wilbek talaði einnig vel um Guðmund.

"Gummi er þjálfari sem við vildjum gjarnan starfa með. Hið mikilvægasta var þó að þjálfarinn átti ekki að vera eins þjálfari og ég. Við vildum þjálfara sem væri öðruvísi týpa og gæti farið í örlítið nýja átt með liðið - með ný augu eða nýjan vinkil," sagði Wilbek.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×