Sport

Fékk tíu mánaða bann fyrir að kýla dómarann

Úr leiknum umtalaða.
Úr leiknum umtalaða.
Blakmaðurinn Ivo Bartkevics var í dag dæmdur í tíu mánaða keppnisbann fyrir ofbeldi í leik Aftureldingar og Stjörnunnar.

Bartkevics kýldi dómarann í magann í leiknum. Var rætt um að hann gæti hreinlega fengið lífstíðarbann fyrir hegðun sína.

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Blaksambandsins vegna dómsins.

"Aganefndin telur að þar sem framferði leikmannsins Ivo Bartkevics leikmanns Aftureldingar í leik liðsins gegn Stjörnunni þann 4. október 2013, eins og því er lýst í skýrslu dómara leiksins til Aganefndar og viðurkennt af leikmanninum í samtali við nefndina, falli undi 5. grein agareglna 2. töluliðs f) um ofbeldi sem telst alvarlegs eðlis úrskurðar hún leikmanninn í 10 mánaða bann frá og með 11. október 2013."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×