Handbolti

Guðmundur: Ég er mjög stoltur í dag

Guðmundur og Wilbek voru hressir á fundinum í dag.
Guðmundur og Wilbek voru hressir á fundinum í dag.
Guðmundur Þórður Guðmundsson var í dag kynntur sem arftaki Ulrik Wilbek með danska landsliðið í handbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska handknattleikssambandið.

Wilbek lætur af starfi eftir EM í janúar en mun halda áfram að starfa fyrir danska handknattleikssambandið.

Guðmundur er samningsbundinn þýska félaginu Rhein-Neckar Löwen til ársins 2015 en getur sagt upp samningi sínum næsta sumar. Hann tekur því við starfinu þann 1. júlí á næsta ári.

"Guðmundur er frábær kostur að mörgu leyti. Meðal annars af því hann þekkir menninguna hér í Danmörku eftir að hafa þjálfað hér. Hann talar líka dönsku," sagði Wilbek er hann kynnti Guðmund til leiks. Hann hélt svo áfram að tala um hina fjölmörgu kosti Guðmundar en þeir eru flestir Íslendingum að góðu kunnir.

"God dag alle sammen," var það fyrsta sem Guðmundur sagði á fundinum.

"Ég er glaður og stoltur í dag. Það verður mjög ánægjulegt að vinna með þessu sterka liði. Ég mun gefa allt sem ég á í þetta starf."

Blaðamenn byrjuðu á því að spyrja Guðmund hvort það væru ekki til nægilega góðir þjálfarar í Danmörku til að þjálfa liðið.

"Það eru margir góðir þjálfarar í Danmörku. Þeir leituðu til mín og ég er ánægður með það," sagði Guðmundur á ljómandi fínni dönsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×