Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 77-63 | Keflavík hefndi fyrir bikartapið Árni Jóhannsson í Keflavík skrifar 5. desember 2013 16:43 Keflavík féll úr leik í bikarkeppni KKÍ fyrir Grindavík á dögunum og það kom aldrei til greina hjá Keflvíkingum að tapa fyrir Grindavík öðru sinni. Keflavík skrefi á undan og vann öruggan sigur. Liðið sem fyrr í öðru sæti en Grindavík missti af tækifærinu til þess að komast upp að hlið Keflvíkinga. Grindvíkingar hófu leikinn örlítið betur í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú stig leiksins en það tók heimamenn í Keflavík rúmar tvær mínútur að koma sér á blað. Það var hinsvegar stærsta forysta gestanna í fyrri hálfleik. Eftir að hafa komist í 3-6 æstust Keflvíkingar upp og fóru á 16-0 sprett sem varði í rétt tæpar fjórar mínútur og gerðu það að verkum að heimamenn komust í 13 stiga forystu. Grindvíkingar náðu að rétta úr kútnum á seinustu mínútum fyrsta fjórðungs og var staðan 21-12 í lok hans. Sigurður Þorsteinsson fékk tvær villur á fyrstu mínútum leiksins og mátti muna um minna fyrir gestina. Keflvíkingum gekk betur að ráðast á körfuna og hans var sárt saknað í sóknarleik gestanna. Hann fékk síðan þriðju villuna sína í öðrum leikhluta og spilaði ekki nema 5:50 í fyrri hálfleik. Liðin byrjuðu annan leikhluta á því að skiptast á að skora og var staðan 29-19 fyrir heimamenn þegar 6:40 voru til hálfleiks og var farið að hitna á milli leikmanna. Heimamenn náðu að halda Grindvíkingum vel fyrir aftan sig og áttu gestirnir í meiri vandræðum með að leysa vörn Keflvíkinga heldur en í leiknum á mánudag. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir var Keflavík með 13 stiga forystu en þá tók við góður kafli hjá Grindvíkingum sem náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik. Ólafur Ólafsson fór fyrir gestunum bæði í vörn og sókn og var staðan 42-35 fyrir Keflavík í hálfleik. Atkvæðamestir voru Darrel Lewis fyrir Keflavík með 12 stig og Þorleifur Ólafsson með 13 stig fyrir Grindavík. Sverrir Sverrisson þjálfari Grindvíkinga hefur lesið sínum mönnum pistilinn í hálfleik því það var allt annar kraftur í liði þeirra í þriðja fjórðung. Þeir skoruðu fyrstu stigin og juku ákafanna í vörn sinni og áttu Keflvíkingar í stökustu vandræðum í sókn sinni lengstan hluta af fjórðungnum. Grindvíkingar komust yfir í fyrsta skipti síðan í upphafi leiks í stöðunni 53-51. Þá náðu heimamenn að rífa sig í gang og skoruðu síðustu fimm stig fjórðungsins og var þriggja stiga munur áður en lokafjórðungurinn hófst og héldu menn að leikurinn yrði spennandi fram á lokamínútu. Annað kom þó á daginn. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig fjórðungsins og voru komnir með 10 stiga forskot þegar ein og hálf mínúta var liðin af leikhlutanum. Þeir náðu síðan að halda gestunum í skefjum það sem eftir lifði leiks. Heimamenn spiluðu vörn af ákafa og skilaði það sér í hraðaupphlaupum og því að Grindvíkingar náðu aldrei lokaáhlaupi sem hefði getað sagt sitt um úrslit leiksins. Unnu heimamenn lokafjórðunginn 21-10 og sigldu heim 14 stiga sigri að loku 77-63. Enn og aftur er vörn Keflvíkinga að gera það að verkum að þeir vinna leiki en aftur á móti virtust þeir einnig vilja vinna leikinn mun meira en nágrannar þeirra úr Grindavík.Andy Johnston: Spiluðum betur en á mánudaginn Strax eftir leik var þjálfari Keflvíkinga, Andy Johnston, spurður hvort hann hafi breytt einhverju frá síðasta leik og hver munurinn á leikjum hafi verið. „Við gerðum ekki mikið af breytingum við spiluðum bara aðeins betur en á mánudaginn. Það var kannski ekki hægt að gera mikið af breytingum, við spiluðum aðeins betri vörn í dag þó að við höfum spilað mjög góða vörn síðast. Við reyndum að taka nokkra hluti úr sókn þeirra, sem tókst. Við spiluðum með meira sjálfstrausti og ákveðnara í sókninni, 77 stig er bæting hjá okkur frá því í seinustu leikjum. Þegar bæði lið spila svona góða vörn þá fækkar sóknunum en það þýðir ekki að við sóknarleikur liðanna hafi verið slæmur.“ „Við réðumst inn í teiginn þeirra og þegar lið gera það á að verðlauna þau með því að dæma villur þegar það á við“ sagði Andy þegar hann var spurður hvort það hafi hjálpað til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafi lent snemma í villuvandræðum. „Við byrjuðum leikinn á að keyra inn í teig og þegar hann var kominn með tvær villur, reyndum við að ná í þriðju villuna á hann. Þannig að við sköpuðum okkur sjálfir þessa stöðu að vissu leyti.“Sverrir Þór Sverrisson: Vantaði baráttu og ákveðni í okkar leik „Keflavík var að skora meira núna, mjög lágt skor í leiknum og þeir hittu örlítið betur á meðan við hittum ekki neitt“ sagði þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn í kvöld. „Við fengum fullt af fríum skotum, það það sem við vildum en það þarf að hitta úr þeim til að vinna og við hittum hrikalega illa. Við vinnum ekki hérna með því að skora 63 stig, það vantaði sjálfstraust í skotin. Það gekk líka illa að hitta lengi og náðum við okkur aldrei á flug í leiknum.“ Kostaði það Grindvíkinga að Sigurður Þorsteinsson var í villuvandræðum? „Já en við komumst samt yfir með hann í villuvandræðum, hann til dæmis spilar allan seinni hálfleikinn og það var ekkert vesen. Hittnin var afleit fyrir utan þriggja stiga línuna og kannski áttum við að keyra meira inn í teig þar sem við hittum vel inn í teig.“ „Hittni manna er náttúrulega misjöfn eftir dögum og veit ég ekki hvað veldur. Við vorum kannski ekki eins vel gíraðir og í bikarleiknum. Þrátt fyrir það að ég hafi lagt áherslu á að sá leikur væri búinn og við ættum að koma grimmir. Mér fannst við ekki koma með nógu mikla baráttu og ákveðni í þetta, hleyptum þeim oft fram úr og við þurftum að elta. Í fjórða leikhluta byrja þeir svo af krafti og klára þetta bara.“Keflavík: Michael Craion 25/19 frák., Darrel Lewis 18/11 frák., Valur Orri Valsson 11, Þröstur Jóhannsson 9, Guðmundur Jónsson 7, Gunnar Ólafsson 5, Arnar Freyr Jónsson 2/7 stoðs.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 16/8 stoðs., Ólafur Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/12 frák., Jóhann Árni Ólafsson 7, Jens Valgeir Óskarsson 6, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2 Leiklýsing: Keflavík - Grindavík4. leikhluti | 77-61: Leiknum er lokið. Keflvíkingar voru með völd nánast allan leikinn fyrir utan nokkrar mínútur í þriðja leikhluta. Hann stóð ekki undir væntingum þessi leikur.4. leikhluti | 73-61: Keflvíkingar eru að sigla þessu heim þó að Ólafur Ólafsson hafi nýtt þrjú víti sem hann fékk eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. 59 sek. eftir.4. leikhluti | 71-58: Craion nýtti eitt víti en Keflvíkingar náðu sóknarfrákastinu og skilaði Craion boltanum í körfuna. 13 stiga munur og 1:59 eftir.4. leikhluti | 68-58: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 2:29 eftir. Keflvíkingar náðu í villu og eru að fara á vítalínuna eftir leikhléið.4. leikhluti | 68-58: Sigurður Gunnar Þorsteinsson fær tæknivillu dæmda á sig fyrir kjaftbrúk. Hann er kominn með 4 villur. Darrel Lewis nýtti hvorugt vítið en heimamenn fá boltann aftur. 3:23 eftir.4. leikhluti | 66-58: 8 stiga forysta heimamanna og þeir taka leikhlé þegar 5:24 eru eftir. Grindvíkingar ætla ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir mótlæti það sem af er fjórðung. Þetta verður vonandi spennandi til loka.4. leikhluti | 66-55: Valur Valsson skoraði þriggja stiga körfu og Ómar Sævarsson fær dæmdar á sig þrjár sekúndur, hann komst hvorki lönd né strönd. Fær síðan tiltal frá dómara útaf kjaftbrúki. 6:46 eftir. 4. leikhluti | 63-55: Sigurður Þorsteinsson kemur gestunum á blað í fjórðungnum en vörn heimamanna er rosalega ákveðin. 7:43 eftir. 4. leikhluti | 62-53: Keflvíkingar skorar fyrstu sjö stig fjórðungsins og taka Grindvíkingar leikhlé þegar 8:39 eru eftir. 3. leikhluti | 56-53: Leikhlutanum er lokið og spiluðu Grindvíkingar miklu betur í þriðja leikhluta en það sem af var af leiknum. Þeir komust yfir á tímabili með góðri vörn og voru heimamenn í stökustu vandræðum að komast í gegn. Keflvíkingar áttu samt sem áður seinasta orðið og hafa þriggja stiga forystu fyrir lokaátökin.3. leikhluti | 51-53: Það er eitthvað vesen hjá mér og þess vegna hef ég ekki getað fært ykkur fréttir í smá stund. Annars náðu Grindvíkingar að minnka muninn í eitt stig en Keflvíkingar juku hann aftur í fimm stig og nú þegar 2 mínútur eru eftir hafa Grindvíkingar komist tviemur stigum yfir.3. leikhluti | 45-40: Jóhann Árni Ólafsson minnkar muninn í 2 stig en Valur Valsson svarar um hæl með þriggja stiga körfu. 6:25 eftir.3. leikhluti | 42-38: Grindvíkingar eru fyrri til að skora í hálfleiknum og það með þriggja stiga körfu og er munurinn ekki nema fjögur stig. 8:27 eftir.3. leikhluti | 42-35: Seinni hálfleikur er hafinn og Grindvíkingar hefja hann. 9:45 eftir.2. leikhluti | 42-35: Grindvíkingar reyndu lokaskot hálfleiksins en það geigaði. Flottur kafli gestanna skilar því að munurinn er einungis átta stig í hálfleik og það getur enn allt gerst. Það er langt í frá öruggt hver vinnur þennan leik.2. leikhluti | 42-33: 55 sek. eftir og munurinn er 9 stiga munur. Grindvíkingar hafa verið sterkari undanfarnar mínútur.2. leikhluti | 40-31: Darrel Lewis bætir þremur við en Ólafur Ólafsson svarar fyrir gestina og ver síðan skot frá Craion. Lewis Clinch skorar síðan þriggja stiga körfu. Góður kafli hjá gestunum. 1:33 eftir.2. leikhluti | 37-24: Darrel Lewis fer á vítalínuna og nýtir eitt víti. Keflvíkingar ná hinsvegar tveimur sóknarfráköstum og Darrel Lewis setur niður langt tveggja stiga skot. 3:25 eftir.2. leikhluti | 34-24: Heimamenn taka leikhlé þegar 4:42 eru eftir. Það er farið að hitna í kolunum, pústrar inn í teig og þegar menn reyna að slá boltann úr höndum andstæðingsins, er það gert af hörku. Dómararnir eru samt að leyfa sláttinn.2. leikhluti | 32-24: Eitthvað á milli 4 og 12 segja dómararnir og eiga þá við Jóhann Árna Ólafsson og Val Orra Valsson. Á meðna nær Ólafur Ólafsson villu körfu góða og skilar vítinu heim og lagar muninn í 8 stig. 5:33 eftir.2. leikhluti | 29-19: Gestirnir ná að laga stöðuna aðeins. 6:40 eftir.2. leikhluti | 29-14: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 7:39 eru eftir af hálfleiknum, heimamenn eru með öll völd á vellinum. Þeir eru að spila hörkuvörn og setja niður skot á hinum endanum á meðan Grindvíkingar eru í stökustu vandræðum. 15 stiga munur.2. leikhluti | 25-12: Sigurður Þorsteinsson er kominn með þrjár villur snemma í leiknum. Craion setur niður tvö víti og 13 stiga munur. 9:24 eftir.2. leikhluti | 23-12: Craion skorar fyrstu körfu leikhlutans og munurinn aftur kominn í 11 stig. 9:48 eftir.1. leikhluti | 21-12: Grindvíkingar áttu lokasókn fjórðungsins en náðu ekki að skora og heimamenn eru með níu stiga forystu. Flottur leikhluti hjá heimamönnum, það verður dýr sala ef hún verður.1. leikhluti | 19-12: Grindvíkingar svara með 6-0 áhlaupi og skera forystu Keflvíkinga niður í 7 stig. 1:24 eftir.1. leikhluti | 19-8: Spretturinn náði upp í 16-0 áður en Ómar Sævarsson svaraði fyrir gestina. Það er samt sem áður 11 stiga munur. 2:45 eftir.1. leikhluti | 14-6: 11-0 sprettur heimamanna og Sverrir Sverrisson tekur leikhlé þegar 4:03 eru eftir af fjórðungnum. Keflvíkingar að ná tökum á þessum leik. 1. leikhluti | 12-6: Heimamenn hafa náð sex stiga forystu. Góð vörn er að skila þeim stigum sem og að það er auðveldara að ráðast á körfuna ef Siggi Þorsteins er á bekknum. 4:48 eftir.1. leikhluti | 6-6: Lewis Clinch skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina en Guðmundur Jónsson svaraði um hæl fyrir heimamenn. 6:04 eftir.1. leikhluti | 3-3: Sigurður Þorsteinsson er strax kominn með 2 villur og þarf að fá sér sæti á bekknum. Það er dýrt fyrir gestina að hafa hann ekki inn á. Craion nýtti eitt víti. 6:57 eftir.1. leikhluti | 2-3: Michael Craion kemur heimamönnum á blað en Jóhann Árni hafði nýtt eitt víti í millitíðinni. 7:54 eftir.1. leikhluti | 0-2: Sigurður Þorsteinsson opnar leikinn fyrir Grindavík. 8:55 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Grindvíkingar sem hefja sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Nú verða liðin kynnt til leiks og þá fer allt að verða reiðubúið fyrir körfuboltaleik kvöldsinsFyrir leik: Seinasti leikur endaði með fjögurra stiga sigri Grindvíkinga í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á lokamínútur. Ég býst við svipuðu fjöri í kvöld og er það víst að Keflvíkingar ætla að selja sig dýrt í kvöld. Þeir duttu út úr bikarnum fyrir Grindavík og hafa væntanlega engan áhuga á að láta Grindvíkinga jafna sig að stigum í deildinni.Fyrir leik: Það eru rúmar rúmar 10 mínútur í leik og liðin eru farin til búningsherbergja til að fá lokaáherslur þjálfara sinna fyrir leik.Fyrir leik: Það er kannski fimbulkuldi úti en ef tekið er mið af leiknum sem leikinn var á mánudaginn var þá verður hitastigið í TM-höllinni nærri hundrað gráðunum heldur en frostmarkinu.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður stórleik Keflavíkur og Grindavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Keflavík féll úr leik í bikarkeppni KKÍ fyrir Grindavík á dögunum og það kom aldrei til greina hjá Keflvíkingum að tapa fyrir Grindavík öðru sinni. Keflavík skrefi á undan og vann öruggan sigur. Liðið sem fyrr í öðru sæti en Grindavík missti af tækifærinu til þess að komast upp að hlið Keflvíkinga. Grindvíkingar hófu leikinn örlítið betur í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú stig leiksins en það tók heimamenn í Keflavík rúmar tvær mínútur að koma sér á blað. Það var hinsvegar stærsta forysta gestanna í fyrri hálfleik. Eftir að hafa komist í 3-6 æstust Keflvíkingar upp og fóru á 16-0 sprett sem varði í rétt tæpar fjórar mínútur og gerðu það að verkum að heimamenn komust í 13 stiga forystu. Grindvíkingar náðu að rétta úr kútnum á seinustu mínútum fyrsta fjórðungs og var staðan 21-12 í lok hans. Sigurður Þorsteinsson fékk tvær villur á fyrstu mínútum leiksins og mátti muna um minna fyrir gestina. Keflvíkingum gekk betur að ráðast á körfuna og hans var sárt saknað í sóknarleik gestanna. Hann fékk síðan þriðju villuna sína í öðrum leikhluta og spilaði ekki nema 5:50 í fyrri hálfleik. Liðin byrjuðu annan leikhluta á því að skiptast á að skora og var staðan 29-19 fyrir heimamenn þegar 6:40 voru til hálfleiks og var farið að hitna á milli leikmanna. Heimamenn náðu að halda Grindvíkingum vel fyrir aftan sig og áttu gestirnir í meiri vandræðum með að leysa vörn Keflvíkinga heldur en í leiknum á mánudag. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir var Keflavík með 13 stiga forystu en þá tók við góður kafli hjá Grindvíkingum sem náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik. Ólafur Ólafsson fór fyrir gestunum bæði í vörn og sókn og var staðan 42-35 fyrir Keflavík í hálfleik. Atkvæðamestir voru Darrel Lewis fyrir Keflavík með 12 stig og Þorleifur Ólafsson með 13 stig fyrir Grindavík. Sverrir Sverrisson þjálfari Grindvíkinga hefur lesið sínum mönnum pistilinn í hálfleik því það var allt annar kraftur í liði þeirra í þriðja fjórðung. Þeir skoruðu fyrstu stigin og juku ákafanna í vörn sinni og áttu Keflvíkingar í stökustu vandræðum í sókn sinni lengstan hluta af fjórðungnum. Grindvíkingar komust yfir í fyrsta skipti síðan í upphafi leiks í stöðunni 53-51. Þá náðu heimamenn að rífa sig í gang og skoruðu síðustu fimm stig fjórðungsins og var þriggja stiga munur áður en lokafjórðungurinn hófst og héldu menn að leikurinn yrði spennandi fram á lokamínútu. Annað kom þó á daginn. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig fjórðungsins og voru komnir með 10 stiga forskot þegar ein og hálf mínúta var liðin af leikhlutanum. Þeir náðu síðan að halda gestunum í skefjum það sem eftir lifði leiks. Heimamenn spiluðu vörn af ákafa og skilaði það sér í hraðaupphlaupum og því að Grindvíkingar náðu aldrei lokaáhlaupi sem hefði getað sagt sitt um úrslit leiksins. Unnu heimamenn lokafjórðunginn 21-10 og sigldu heim 14 stiga sigri að loku 77-63. Enn og aftur er vörn Keflvíkinga að gera það að verkum að þeir vinna leiki en aftur á móti virtust þeir einnig vilja vinna leikinn mun meira en nágrannar þeirra úr Grindavík.Andy Johnston: Spiluðum betur en á mánudaginn Strax eftir leik var þjálfari Keflvíkinga, Andy Johnston, spurður hvort hann hafi breytt einhverju frá síðasta leik og hver munurinn á leikjum hafi verið. „Við gerðum ekki mikið af breytingum við spiluðum bara aðeins betur en á mánudaginn. Það var kannski ekki hægt að gera mikið af breytingum, við spiluðum aðeins betri vörn í dag þó að við höfum spilað mjög góða vörn síðast. Við reyndum að taka nokkra hluti úr sókn þeirra, sem tókst. Við spiluðum með meira sjálfstrausti og ákveðnara í sókninni, 77 stig er bæting hjá okkur frá því í seinustu leikjum. Þegar bæði lið spila svona góða vörn þá fækkar sóknunum en það þýðir ekki að við sóknarleikur liðanna hafi verið slæmur.“ „Við réðumst inn í teiginn þeirra og þegar lið gera það á að verðlauna þau með því að dæma villur þegar það á við“ sagði Andy þegar hann var spurður hvort það hafi hjálpað til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafi lent snemma í villuvandræðum. „Við byrjuðum leikinn á að keyra inn í teig og þegar hann var kominn með tvær villur, reyndum við að ná í þriðju villuna á hann. Þannig að við sköpuðum okkur sjálfir þessa stöðu að vissu leyti.“Sverrir Þór Sverrisson: Vantaði baráttu og ákveðni í okkar leik „Keflavík var að skora meira núna, mjög lágt skor í leiknum og þeir hittu örlítið betur á meðan við hittum ekki neitt“ sagði þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn í kvöld. „Við fengum fullt af fríum skotum, það það sem við vildum en það þarf að hitta úr þeim til að vinna og við hittum hrikalega illa. Við vinnum ekki hérna með því að skora 63 stig, það vantaði sjálfstraust í skotin. Það gekk líka illa að hitta lengi og náðum við okkur aldrei á flug í leiknum.“ Kostaði það Grindvíkinga að Sigurður Þorsteinsson var í villuvandræðum? „Já en við komumst samt yfir með hann í villuvandræðum, hann til dæmis spilar allan seinni hálfleikinn og það var ekkert vesen. Hittnin var afleit fyrir utan þriggja stiga línuna og kannski áttum við að keyra meira inn í teig þar sem við hittum vel inn í teig.“ „Hittni manna er náttúrulega misjöfn eftir dögum og veit ég ekki hvað veldur. Við vorum kannski ekki eins vel gíraðir og í bikarleiknum. Þrátt fyrir það að ég hafi lagt áherslu á að sá leikur væri búinn og við ættum að koma grimmir. Mér fannst við ekki koma með nógu mikla baráttu og ákveðni í þetta, hleyptum þeim oft fram úr og við þurftum að elta. Í fjórða leikhluta byrja þeir svo af krafti og klára þetta bara.“Keflavík: Michael Craion 25/19 frák., Darrel Lewis 18/11 frák., Valur Orri Valsson 11, Þröstur Jóhannsson 9, Guðmundur Jónsson 7, Gunnar Ólafsson 5, Arnar Freyr Jónsson 2/7 stoðs.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 16/8 stoðs., Ólafur Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/12 frák., Jóhann Árni Ólafsson 7, Jens Valgeir Óskarsson 6, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2 Leiklýsing: Keflavík - Grindavík4. leikhluti | 77-61: Leiknum er lokið. Keflvíkingar voru með völd nánast allan leikinn fyrir utan nokkrar mínútur í þriðja leikhluta. Hann stóð ekki undir væntingum þessi leikur.4. leikhluti | 73-61: Keflvíkingar eru að sigla þessu heim þó að Ólafur Ólafsson hafi nýtt þrjú víti sem hann fékk eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. 59 sek. eftir.4. leikhluti | 71-58: Craion nýtti eitt víti en Keflvíkingar náðu sóknarfrákastinu og skilaði Craion boltanum í körfuna. 13 stiga munur og 1:59 eftir.4. leikhluti | 68-58: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 2:29 eftir. Keflvíkingar náðu í villu og eru að fara á vítalínuna eftir leikhléið.4. leikhluti | 68-58: Sigurður Gunnar Þorsteinsson fær tæknivillu dæmda á sig fyrir kjaftbrúk. Hann er kominn með 4 villur. Darrel Lewis nýtti hvorugt vítið en heimamenn fá boltann aftur. 3:23 eftir.4. leikhluti | 66-58: 8 stiga forysta heimamanna og þeir taka leikhlé þegar 5:24 eru eftir. Grindvíkingar ætla ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir mótlæti það sem af er fjórðung. Þetta verður vonandi spennandi til loka.4. leikhluti | 66-55: Valur Valsson skoraði þriggja stiga körfu og Ómar Sævarsson fær dæmdar á sig þrjár sekúndur, hann komst hvorki lönd né strönd. Fær síðan tiltal frá dómara útaf kjaftbrúki. 6:46 eftir. 4. leikhluti | 63-55: Sigurður Þorsteinsson kemur gestunum á blað í fjórðungnum en vörn heimamanna er rosalega ákveðin. 7:43 eftir. 4. leikhluti | 62-53: Keflvíkingar skorar fyrstu sjö stig fjórðungsins og taka Grindvíkingar leikhlé þegar 8:39 eru eftir. 3. leikhluti | 56-53: Leikhlutanum er lokið og spiluðu Grindvíkingar miklu betur í þriðja leikhluta en það sem af var af leiknum. Þeir komust yfir á tímabili með góðri vörn og voru heimamenn í stökustu vandræðum að komast í gegn. Keflvíkingar áttu samt sem áður seinasta orðið og hafa þriggja stiga forystu fyrir lokaátökin.3. leikhluti | 51-53: Það er eitthvað vesen hjá mér og þess vegna hef ég ekki getað fært ykkur fréttir í smá stund. Annars náðu Grindvíkingar að minnka muninn í eitt stig en Keflvíkingar juku hann aftur í fimm stig og nú þegar 2 mínútur eru eftir hafa Grindvíkingar komist tviemur stigum yfir.3. leikhluti | 45-40: Jóhann Árni Ólafsson minnkar muninn í 2 stig en Valur Valsson svarar um hæl með þriggja stiga körfu. 6:25 eftir.3. leikhluti | 42-38: Grindvíkingar eru fyrri til að skora í hálfleiknum og það með þriggja stiga körfu og er munurinn ekki nema fjögur stig. 8:27 eftir.3. leikhluti | 42-35: Seinni hálfleikur er hafinn og Grindvíkingar hefja hann. 9:45 eftir.2. leikhluti | 42-35: Grindvíkingar reyndu lokaskot hálfleiksins en það geigaði. Flottur kafli gestanna skilar því að munurinn er einungis átta stig í hálfleik og það getur enn allt gerst. Það er langt í frá öruggt hver vinnur þennan leik.2. leikhluti | 42-33: 55 sek. eftir og munurinn er 9 stiga munur. Grindvíkingar hafa verið sterkari undanfarnar mínútur.2. leikhluti | 40-31: Darrel Lewis bætir þremur við en Ólafur Ólafsson svarar fyrir gestina og ver síðan skot frá Craion. Lewis Clinch skorar síðan þriggja stiga körfu. Góður kafli hjá gestunum. 1:33 eftir.2. leikhluti | 37-24: Darrel Lewis fer á vítalínuna og nýtir eitt víti. Keflvíkingar ná hinsvegar tveimur sóknarfráköstum og Darrel Lewis setur niður langt tveggja stiga skot. 3:25 eftir.2. leikhluti | 34-24: Heimamenn taka leikhlé þegar 4:42 eru eftir. Það er farið að hitna í kolunum, pústrar inn í teig og þegar menn reyna að slá boltann úr höndum andstæðingsins, er það gert af hörku. Dómararnir eru samt að leyfa sláttinn.2. leikhluti | 32-24: Eitthvað á milli 4 og 12 segja dómararnir og eiga þá við Jóhann Árna Ólafsson og Val Orra Valsson. Á meðna nær Ólafur Ólafsson villu körfu góða og skilar vítinu heim og lagar muninn í 8 stig. 5:33 eftir.2. leikhluti | 29-19: Gestirnir ná að laga stöðuna aðeins. 6:40 eftir.2. leikhluti | 29-14: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 7:39 eru eftir af hálfleiknum, heimamenn eru með öll völd á vellinum. Þeir eru að spila hörkuvörn og setja niður skot á hinum endanum á meðan Grindvíkingar eru í stökustu vandræðum. 15 stiga munur.2. leikhluti | 25-12: Sigurður Þorsteinsson er kominn með þrjár villur snemma í leiknum. Craion setur niður tvö víti og 13 stiga munur. 9:24 eftir.2. leikhluti | 23-12: Craion skorar fyrstu körfu leikhlutans og munurinn aftur kominn í 11 stig. 9:48 eftir.1. leikhluti | 21-12: Grindvíkingar áttu lokasókn fjórðungsins en náðu ekki að skora og heimamenn eru með níu stiga forystu. Flottur leikhluti hjá heimamönnum, það verður dýr sala ef hún verður.1. leikhluti | 19-12: Grindvíkingar svara með 6-0 áhlaupi og skera forystu Keflvíkinga niður í 7 stig. 1:24 eftir.1. leikhluti | 19-8: Spretturinn náði upp í 16-0 áður en Ómar Sævarsson svaraði fyrir gestina. Það er samt sem áður 11 stiga munur. 2:45 eftir.1. leikhluti | 14-6: 11-0 sprettur heimamanna og Sverrir Sverrisson tekur leikhlé þegar 4:03 eru eftir af fjórðungnum. Keflvíkingar að ná tökum á þessum leik. 1. leikhluti | 12-6: Heimamenn hafa náð sex stiga forystu. Góð vörn er að skila þeim stigum sem og að það er auðveldara að ráðast á körfuna ef Siggi Þorsteins er á bekknum. 4:48 eftir.1. leikhluti | 6-6: Lewis Clinch skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina en Guðmundur Jónsson svaraði um hæl fyrir heimamenn. 6:04 eftir.1. leikhluti | 3-3: Sigurður Þorsteinsson er strax kominn með 2 villur og þarf að fá sér sæti á bekknum. Það er dýrt fyrir gestina að hafa hann ekki inn á. Craion nýtti eitt víti. 6:57 eftir.1. leikhluti | 2-3: Michael Craion kemur heimamönnum á blað en Jóhann Árni hafði nýtt eitt víti í millitíðinni. 7:54 eftir.1. leikhluti | 0-2: Sigurður Þorsteinsson opnar leikinn fyrir Grindavík. 8:55 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Grindvíkingar sem hefja sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Nú verða liðin kynnt til leiks og þá fer allt að verða reiðubúið fyrir körfuboltaleik kvöldsinsFyrir leik: Seinasti leikur endaði með fjögurra stiga sigri Grindvíkinga í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á lokamínútur. Ég býst við svipuðu fjöri í kvöld og er það víst að Keflvíkingar ætla að selja sig dýrt í kvöld. Þeir duttu út úr bikarnum fyrir Grindavík og hafa væntanlega engan áhuga á að láta Grindvíkinga jafna sig að stigum í deildinni.Fyrir leik: Það eru rúmar rúmar 10 mínútur í leik og liðin eru farin til búningsherbergja til að fá lokaáherslur þjálfara sinna fyrir leik.Fyrir leik: Það er kannski fimbulkuldi úti en ef tekið er mið af leiknum sem leikinn var á mánudaginn var þá verður hitastigið í TM-höllinni nærri hundrað gráðunum heldur en frostmarkinu.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður stórleik Keflavíkur og Grindavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira