Handbolti

Deildarbikar HSÍ fer nú fram fyrir jól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur og Grótta mætast hjá konunum.
Valur og Grótta mætast hjá konunum. Mynd/Vilhelm
Deildarbikar HSÍ verður ekki spilaður á milli jóla og nýárs eins og undanfarin sex tímabil því Handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrslitahelgin í ár fari fram 13. og 14. desember.

Leikirnir fara allir fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði eins og síðustu ár. Undanúrslitaleikirnir eru spilaðir á föstudeginum 13. desember en úrslitaleikirnir fara síðan fram daginn eftir.

Olís-deild kvenna er komin í frí fram á nýtt ár og það er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Deildarbikarsins. Fyrri leikurinn verður á milli Stjörnunnar og ÍBV en í þeim seinni mætast Valur og Grótta.

Það er ekki enn ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitunum í Deildarbikar karla en það ræðst ekki fyrr en eftir 11. umferðina í Olís-deild karla sem hefst í kvöld og lýkur á laugardaginn.

Dagskrá úrslitahelgar Deildarbikar HSÍ 2013-14:

Föstudagur 13.desember 2013

Klukkan 16.00 Stjarnan -  ÍBV    

Klukkan 17.45 Valur - Grótta

Klukkan 19.30 Undanúrslit karla (Lið 1 og 4)

Klukkan 21.15 Undanúrslit karla (Lið 2 og 3)

Laugardagur 14. desember 2013

Klukkan 13.00 Úrslitaleikur kvenna

Klukkan 15.00 Úrslitaleikur karla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×