Tesla slær við þýsku lúxusbílaframleiðendunum 13. maí 2013 15:39 Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent