Tesla slær við þýsku lúxusbílaframleiðendunum 13. maí 2013 15:39 Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S. Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent
Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S.
Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent