Starfsmaður stal flóttabíl þjófanna Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 10:45 Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu! Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent
Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu!
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent