Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 0-4 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. maí 2013 09:10 Tíu HK-ingar áttu erfitt uppdráttar gegn Pepsi-deildarliði Breiðabliks í Kópavagsslag í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Sverrir Ingi Ingason kom Blikum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Nicolas Rohde við öðru í upphafi þess síðari. Árni Vilhjálmsson skoraði þriðja markið 83. mínútu og Ellert Hreinsson því fjórða í blálokin. Fyrirfram var reiknað með ójafnri viðureign enda leikur HK í 2. deildinni og er skipað ungum heimamönnum sem hafa takmarkaða reynslu af stórleikjum sem þessum. Viðureignin varð fyrst almennilega ójöfn þegar að einn af reyndari leikmönnum HK, bakvörðurinn Stefán Jóhann Eggertsson, var rekinn af velli með rautt spjald. Atvikið gerðist á 30. mínútu og kom eftir þunga sókn Blikanna. Henni lauk með því að Elfar Árni Aðalsteinsson átti skot að marki sem Stefán Jóhann varði með höndinni á marklínu. Víti var dæmt og rauða spjaldið umsvifalaust dregið á loft. Eftir mark Sverris Inga var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda. Blikar voru nánast alltaf með boltann og reyndu að þræða sig í gegnum vörn HK, ýmist með fyrirgjöfum eða spili. Mark Rohde var snyrtilegt. Hann fékk sendingu frá varamanninum Guðjóni Petri, sneri laglega á varnarmann og skoraði með föstu skoti. Annar varamaður, Árni Vilhjálmsson, innsiglaði svo endanlega sigurinn með skalla eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Árni lagði svo upp fjórða mark Blika er hann sendi boltann inn á Ellert Hreinsson, sem hafði farið illa með nokkur færi í leiknum fram að því. En í þetta sinn afgreiddi hann knöttinn örugglega í netið. Lið HK var auðveld bráð fyrir Blikana að þessu sinni og landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, sem er uppalinn HK-ingur, hafði afar lítið að gera í marki Blikanna í kvöld. HK-ingar börðust þó eins og þeir gátu en höfðu einfaldlega ekki efni á því að missa mann af velli með rautt spjald í kvöld. Blikarnir gerðu sitt og leikurinn varð lítið spennandi fyrir vikið. Ólafur: Við vorum þolinmóðir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, gat ekki verið annað en sáttur við úrslit leiksins í kvöld. „Það er óþarfi að tala um skyldusigur því það setur andstæðinginn niður. Þetta var þægilegur sigur enda spilaðist leikurinn upp í hendurnar okkar þegar þeir misstu manninn út af,“ sagði Ólafur. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að reka Stefán af velli. Ingvar Jónsson skutlar sér í rétt horn í þetta skiptið og ver víti Jóhanns Þórhallssonar. „Mér skilst á reglum að það verðskuldi rautt spjald að verja boltann með höndunum á marklínu. Hann var óheppinn og auðvitað var þetta súrt - en reglunum var fylgt eftir.“ Hann segist ánægður með einbeitinguna hjá sínum mönnum í leiknum. „Sérstaklega fyrstu 10-15 mínúturnar eftir rauða spjaldið. Þá sköpuðum við færi sem við hefðum átt að skora úr. Þá datt tempóíð úr leiknum en við náðum að finna ágætar lausnir í seinni hálfleik - við vorum þolinmóðir.“ Gunnlaugur: Ekkert við þessu að segja „Það var erfitt að vera manni færri,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari HK, eftir tapið gegn Breiðabliki í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. „Það var á brattann að sækja eftir það. Ég held að þetta hafi verið rautt spjald samkvæmt bókinni en hann gat ekkert gert í þessu. Hann fékk boltann í bringuna og svo í höndina.“ „Ég hefði gjarnan viljað að hann hefði fengið að hanga inn á en svona er þetta bara og ekkert við því að segja.“ Gunnlaugur segir sína menn hafa brugðist mjög vel við spjaldinu, þó svo að á brattann hafi verið að sækja. „Við vorum reyndar orðnir þreyttir undir lokin þegar þeir skoruðu tvö síðustu mörkin. En fram að því vorum við þéttir fyrir, þó svo að við höfðum ekki verið að skapa okkur mikið.“ „Fram að rauða spjaldinu fannst mér við halda boltanum vel og sköpuðum okkur þar að auki eitt eða tvö færi. Við þorðum að spila og ég er því sáttur við frammistöðuna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Tíu HK-ingar áttu erfitt uppdráttar gegn Pepsi-deildarliði Breiðabliks í Kópavagsslag í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Sverrir Ingi Ingason kom Blikum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Nicolas Rohde við öðru í upphafi þess síðari. Árni Vilhjálmsson skoraði þriðja markið 83. mínútu og Ellert Hreinsson því fjórða í blálokin. Fyrirfram var reiknað með ójafnri viðureign enda leikur HK í 2. deildinni og er skipað ungum heimamönnum sem hafa takmarkaða reynslu af stórleikjum sem þessum. Viðureignin varð fyrst almennilega ójöfn þegar að einn af reyndari leikmönnum HK, bakvörðurinn Stefán Jóhann Eggertsson, var rekinn af velli með rautt spjald. Atvikið gerðist á 30. mínútu og kom eftir þunga sókn Blikanna. Henni lauk með því að Elfar Árni Aðalsteinsson átti skot að marki sem Stefán Jóhann varði með höndinni á marklínu. Víti var dæmt og rauða spjaldið umsvifalaust dregið á loft. Eftir mark Sverris Inga var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda. Blikar voru nánast alltaf með boltann og reyndu að þræða sig í gegnum vörn HK, ýmist með fyrirgjöfum eða spili. Mark Rohde var snyrtilegt. Hann fékk sendingu frá varamanninum Guðjóni Petri, sneri laglega á varnarmann og skoraði með föstu skoti. Annar varamaður, Árni Vilhjálmsson, innsiglaði svo endanlega sigurinn með skalla eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Árni lagði svo upp fjórða mark Blika er hann sendi boltann inn á Ellert Hreinsson, sem hafði farið illa með nokkur færi í leiknum fram að því. En í þetta sinn afgreiddi hann knöttinn örugglega í netið. Lið HK var auðveld bráð fyrir Blikana að þessu sinni og landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, sem er uppalinn HK-ingur, hafði afar lítið að gera í marki Blikanna í kvöld. HK-ingar börðust þó eins og þeir gátu en höfðu einfaldlega ekki efni á því að missa mann af velli með rautt spjald í kvöld. Blikarnir gerðu sitt og leikurinn varð lítið spennandi fyrir vikið. Ólafur: Við vorum þolinmóðir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, gat ekki verið annað en sáttur við úrslit leiksins í kvöld. „Það er óþarfi að tala um skyldusigur því það setur andstæðinginn niður. Þetta var þægilegur sigur enda spilaðist leikurinn upp í hendurnar okkar þegar þeir misstu manninn út af,“ sagði Ólafur. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að reka Stefán af velli. Ingvar Jónsson skutlar sér í rétt horn í þetta skiptið og ver víti Jóhanns Þórhallssonar. „Mér skilst á reglum að það verðskuldi rautt spjald að verja boltann með höndunum á marklínu. Hann var óheppinn og auðvitað var þetta súrt - en reglunum var fylgt eftir.“ Hann segist ánægður með einbeitinguna hjá sínum mönnum í leiknum. „Sérstaklega fyrstu 10-15 mínúturnar eftir rauða spjaldið. Þá sköpuðum við færi sem við hefðum átt að skora úr. Þá datt tempóíð úr leiknum en við náðum að finna ágætar lausnir í seinni hálfleik - við vorum þolinmóðir.“ Gunnlaugur: Ekkert við þessu að segja „Það var erfitt að vera manni færri,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari HK, eftir tapið gegn Breiðabliki í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. „Það var á brattann að sækja eftir það. Ég held að þetta hafi verið rautt spjald samkvæmt bókinni en hann gat ekkert gert í þessu. Hann fékk boltann í bringuna og svo í höndina.“ „Ég hefði gjarnan viljað að hann hefði fengið að hanga inn á en svona er þetta bara og ekkert við því að segja.“ Gunnlaugur segir sína menn hafa brugðist mjög vel við spjaldinu, þó svo að á brattann hafi verið að sækja. „Við vorum reyndar orðnir þreyttir undir lokin þegar þeir skoruðu tvö síðustu mörkin. En fram að því vorum við þéttir fyrir, þó svo að við höfðum ekki verið að skapa okkur mikið.“ „Fram að rauða spjaldinu fannst mér við halda boltanum vel og sköpuðum okkur þar að auki eitt eða tvö færi. Við þorðum að spila og ég er því sáttur við frammistöðuna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira