Lífið

Rolling Stones gera tímamótasamning

Jagger og Richards hafa samið nokkra af stærstu slögurum rokksögunnar.
Jagger og Richards hafa samið nokkra af stærstu slögurum rokksögunnar.
Meðlimir hljómsveitarinnar Rolling Stones hafa gert útgáfusamning við þýska útgáfufyrirtækið BMG. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1971 sem tónlistarmennirnir semja við plötufyrirtæki.

Málið hefur vakið mikla athygli, en hljómsveitin gerði síðast sambærilegan samning við útgáfurisann EMI árið 1971. Samstarfinu lauk árið 1983 og í kjölfarið lýstu tónlistarmennirnir því yfir að  hljómsveitin myndi aldrei aftur gera samninga við plötufyrirtæki. Þeir tóku málin í sínar hendur og hafa hingað til séð um öll útgáfumál sjálfir. 

Nú hafa þeir greinilega skipt um skoðun, en þess má geta að hljómsveitin fagnar 50 ára afmæli fyrstu smáskífu sinnar, Come on, um þessar mundir. Þeir eru nú á stóru tónleikaferðalagi um heiminn í tilefni þess. 

Forstjóri MBG segir samninginn vera gríðarlega mikilvægan fyrir fyrirtækið, en það mun taka við umsjón útgáfumálanna fyrsta júlí næstkomandi.

Reuters greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.