Federer úr leik á Wimbledon | Ótrúlegum degi lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2013 19:49 Afar óvænt tíðindi urðu á Wimbledon-mótinu í tennis í dag er Roger Federer, sjöfaldur meistari á mótinu, féll úr leik eftir að hafa tapað fyrir óþekktum Úkraínumanni í annarri umferð einliðaleiks karla. Sergiy Stakhovsky, sem er í 116. sæti heimslistans, fagnaði sigri í þremur settum gegn einu. Hann tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann hin þrjú 7-6, 7-5 og 7-6. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Federer tapar fyrir andstæðingi sem er ekki meðal efstu 100 manna á heimslistanum í tennis. Federer hafði einnig komist í fjórðungsúrslit á 36 risamótum í röð, þar til að hann féll úr leik í dag. Þetta var enn fremur í fyrsta sinn sem Federer tapar viðureign í annarri umferð stórmóts í tennis. Hann hafði unnið 49 slíkar viðureignir í röð. Federer er þó ekki eina stórstjarnan sem féll úr leik í dag. Maria Sharapova, sem er í þriðja sæti heimslistans, tapaði fyrir Michelle Larcher de Brito frá Portúgal, sem er í 131. sæti heimslistans, í tveimur settum, 6-4 og 6-3. Þá þurftu alls sjö keppendur að draga sig úr keppni vegna meiðsla í dag en meðal þeirra er Jo-Wilfried Tsonga (6. sæti í karlaflokki) og Victoria Azarenka (2. sæti í kvennaflokki). Belginn Steve Darcis hætti einnig vegna meiðsla en hann vann Rafael Nadal í fyrstu umferð mótsins. Heimamaðurinn Andy Murray er þó kominn áfram eftir öruggan sigur á Lu Yen-hsun frá Taipei. Novak Djokovic er einnig kominn áfram í þriðju umferðina en Djokovic og Murray eru í efstu tveimur sætum heimslistans. Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Afar óvænt tíðindi urðu á Wimbledon-mótinu í tennis í dag er Roger Federer, sjöfaldur meistari á mótinu, féll úr leik eftir að hafa tapað fyrir óþekktum Úkraínumanni í annarri umferð einliðaleiks karla. Sergiy Stakhovsky, sem er í 116. sæti heimslistans, fagnaði sigri í þremur settum gegn einu. Hann tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann hin þrjú 7-6, 7-5 og 7-6. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Federer tapar fyrir andstæðingi sem er ekki meðal efstu 100 manna á heimslistanum í tennis. Federer hafði einnig komist í fjórðungsúrslit á 36 risamótum í röð, þar til að hann féll úr leik í dag. Þetta var enn fremur í fyrsta sinn sem Federer tapar viðureign í annarri umferð stórmóts í tennis. Hann hafði unnið 49 slíkar viðureignir í röð. Federer er þó ekki eina stórstjarnan sem féll úr leik í dag. Maria Sharapova, sem er í þriðja sæti heimslistans, tapaði fyrir Michelle Larcher de Brito frá Portúgal, sem er í 131. sæti heimslistans, í tveimur settum, 6-4 og 6-3. Þá þurftu alls sjö keppendur að draga sig úr keppni vegna meiðsla í dag en meðal þeirra er Jo-Wilfried Tsonga (6. sæti í karlaflokki) og Victoria Azarenka (2. sæti í kvennaflokki). Belginn Steve Darcis hætti einnig vegna meiðsla en hann vann Rafael Nadal í fyrstu umferð mótsins. Heimamaðurinn Andy Murray er þó kominn áfram eftir öruggan sigur á Lu Yen-hsun frá Taipei. Novak Djokovic er einnig kominn áfram í þriðju umferðina en Djokovic og Murray eru í efstu tveimur sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira