Dásamleg hráfæðiskaka með jarðaberjum og kókos Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2013 09:30 Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela. Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu. Kókos og jarðaberjakaka Botn: 1 bolli af Raw Health súkkulaði múslí (fæst í Heilsuhúsinu) . 2-3 mjúkar döðlur og þurrkaðar fíkjur 1/2 bolli valhnetur 1-2 msk lífrænt gróft hnetusmjör 1 msk kókosolíaÞað fyrsta sem þarf að gera er að saxa döðlurnar, fíkjurnar og valhneturnar smátt eða skella þeim í matvinnsluvél. Öllu hráefninu blandað vel saman, og þjappað í form. Sáraeinfalt! Krem: 1 kókoshneta 5-6 jarðaber, eða eftir smekk 1 bolli kókosrjómi Engifer (malað) Kanill, eftir smekk Kókoskjötið úr kókoshnetunni, sett í blandara ásamt jarðaberjum, kókosrjóma og kryddi. Blandað þannig að kremið verði silkimjúkt. Ég vildi hafa kökuna lagskipta, en það ekki nauðsynlegt. Botninum er þjappað samam, kremið sett á milli og jarðaber skorin og raðað með. Síðan er um að gera að skreyta kökuna með jarðaberjum og kókosflögum. Geymist síðan í kæli í a.m.k. í eina klst.Njótið vel! Helga Gabríela.
Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira