Þrjár milljónir í ónýtt hreindýraleyfi Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2013 07:30 Þó veður hafi verið hagstætt fyrir austan í sumar eru miklar bleytur á hreindýraslóð og erfitt um að komast. Fréttablaðið / Valli Ríflega hundrað veiðimenn skiluðu inn hreindýraveiðileyfum sínum þetta árið þannig að þeim verður endurúthlutað. Óvenju margir á biðlista geta því fengið dýr að þessu sinni. Veiðin er byrjuð af krafti. Hreindýraveiðitímabilið hófst nú í vikunni. Hreindýrstarfar eru veiddir frá 15. júlí til 15. september og hreindýrskýr frá 1. ágúst til 20. september. Tímabilið byrjar vel að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar, starfsmanns hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum. „Það má nú segja að þetta hafi farið af stað með nokkuð miklum krafti. Það voru rúmlega tíu veiðimenn sem voru á ferðinni fyrsta sólarhringinn með sínum leiðsögumönnum. Mér telst til að það hafi verið felldir tólf tarfar á fyrsta degi. Það er þó nokkur kraftur í því. Og vænir tarfar, ég var búinn að heyra um nokkra yfir hundrað kílóin,“ segir Jóhann. 1229 leyfi voru gefin út og stendur til að veiða 623 kýr og 606 tarfa. Vísir greindi frá því fyrir nokkru að frestur til að taka tilskilið skotpróf til veiðanna væri að renna út og stefndi í örtröð hjá skotfélögum víða um land. Nú liggur fyrir að margir hafa skilað inn leyfum sínum. „Já, mér fannst þeir nú óþarflega margir sem gerðu það. Það voru ríflega hundrað leyfi sem ég var að fá inn á biðlistana nú um mánaðarmótin. Flestir af þeim hvorki kláruðu að borga lokagreiðsluna né höfðu tekið skotpróf. Já, það var nokkuð stór hópur sem ákvað að falla frá þessu núna. En sem betur fer eigum við nóg á biðlista þannig að það er verið að reyna að koma þessum leyfum aftur í umferð.“ Ekki er ólíklegt að kostnaður hafi fælt menn frá. Veiðileyfi á tarfa kostar á öllum svæðum 135 þúsund krónur og veiðileyfi á kýr á öllum svæðum kostar 80 þúsund krónur. Veiðileyfin eru einn kostnaðarliður af mörgum við veiðarnar. Samkvæmt reglugerð skal greiða 25 prósent af gjaldinu fyrir 1. apríl og 75 prósent fyrir 1. júlí. Þeir ríflega hundrað sem Jóhann talar um hafa verið búnir að greiða staðfestingargjaldið og því hafa um 3 milljónir verið greiddar fyrir veiðileyfi sem ekki eru nýtt. Misvel viðraði til veiða í fyrra og aftraði slæmt skyggni veiðum. Engu slíku er til að dreifa nú en á móti kemur að snjór er enn á fjöllum og á hreindýraslóð, miklu meiri bleytur en undanfarin ár og erfiðara að komast um. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði
Ríflega hundrað veiðimenn skiluðu inn hreindýraveiðileyfum sínum þetta árið þannig að þeim verður endurúthlutað. Óvenju margir á biðlista geta því fengið dýr að þessu sinni. Veiðin er byrjuð af krafti. Hreindýraveiðitímabilið hófst nú í vikunni. Hreindýrstarfar eru veiddir frá 15. júlí til 15. september og hreindýrskýr frá 1. ágúst til 20. september. Tímabilið byrjar vel að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar, starfsmanns hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum. „Það má nú segja að þetta hafi farið af stað með nokkuð miklum krafti. Það voru rúmlega tíu veiðimenn sem voru á ferðinni fyrsta sólarhringinn með sínum leiðsögumönnum. Mér telst til að það hafi verið felldir tólf tarfar á fyrsta degi. Það er þó nokkur kraftur í því. Og vænir tarfar, ég var búinn að heyra um nokkra yfir hundrað kílóin,“ segir Jóhann. 1229 leyfi voru gefin út og stendur til að veiða 623 kýr og 606 tarfa. Vísir greindi frá því fyrir nokkru að frestur til að taka tilskilið skotpróf til veiðanna væri að renna út og stefndi í örtröð hjá skotfélögum víða um land. Nú liggur fyrir að margir hafa skilað inn leyfum sínum. „Já, mér fannst þeir nú óþarflega margir sem gerðu það. Það voru ríflega hundrað leyfi sem ég var að fá inn á biðlistana nú um mánaðarmótin. Flestir af þeim hvorki kláruðu að borga lokagreiðsluna né höfðu tekið skotpróf. Já, það var nokkuð stór hópur sem ákvað að falla frá þessu núna. En sem betur fer eigum við nóg á biðlista þannig að það er verið að reyna að koma þessum leyfum aftur í umferð.“ Ekki er ólíklegt að kostnaður hafi fælt menn frá. Veiðileyfi á tarfa kostar á öllum svæðum 135 þúsund krónur og veiðileyfi á kýr á öllum svæðum kostar 80 þúsund krónur. Veiðileyfin eru einn kostnaðarliður af mörgum við veiðarnar. Samkvæmt reglugerð skal greiða 25 prósent af gjaldinu fyrir 1. apríl og 75 prósent fyrir 1. júlí. Þeir ríflega hundrað sem Jóhann talar um hafa verið búnir að greiða staðfestingargjaldið og því hafa um 3 milljónir verið greiddar fyrir veiðileyfi sem ekki eru nýtt. Misvel viðraði til veiða í fyrra og aftraði slæmt skyggni veiðum. Engu slíku er til að dreifa nú en á móti kemur að snjór er enn á fjöllum og á hreindýraslóð, miklu meiri bleytur en undanfarin ár og erfiðara að komast um.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði