Esperantistar flykkjast til Íslands Kristjana Arnarsdóttir skrifar 18. júlí 2013 08:30 Steinþór Sigurðsson situr í undirbúningsnefnd heimsþingsins sem fram fer í Hörpu um helgina. fréttablaðið/valli „Hugsjónin á bak við esperantó er sú að fólk á að standa jafnfætis í samskiptum,“ segir Steinþór Sigurðsson, sem situr í undirbúningsnefnd heimsþings esperantista sem fram fer í Hörpu dagana 20.-27. júlí. Dagskrá heimsþingsins fer öll fram á esperantó en að sögn Steinþórs verður hægt að sækja ýmsa fyrirlestra og fundi um málefni hreyfingarinnar. Þá verður einnig hægt að hlýða á fyrirlestra um málefni tengd skandinavískum glæpasögum og fiðlusmíð, svo eitthvað sé nefnt. Þema þingsins í ár er tungumálaleg sanngirni í samskiptum á milli málsvæða. Þetta er í annað sinn sem heimsþing esperantista fer fram í Reykjavík en áður var það haldið hér á landi árið 1977. Steinþór segir að á Íslandi megi finna þó nokkra esperantista. „Það er talsverður fjöldi af fólki sem hefur lært esperantó á einhverjum punkti, en það eru kannski um 30 manns sem teljast virkir í starfinu,“ segir Steinþór, sem er sjálfur reiprennandi í tungumálinu. Um 1.000 gestir frá 55 löndum verða viðstaddir heimsþingið. Esperantó var búið til seint á 19. öld af pólskum augnlækni, Ludvig Zamenhof, og átti málið að leysa tungumálavanda heimsbyggðarinnar. Heimsþing esperantista hafa síðan verið haldin árlega frá árinu 1905. Margar íslenskar bækur hafa verið þýddar yfir á esperantó en þar má meðal annars nefna Brennu-Njálssögu, Sjálfstætt fólk, Snorra-Eddu og ljóðabækur Gerðar Kristnýjar.Lærðu grunninn í esperantó: Góðan dag: Bonan matenon Halló: Saluton Hvað heitir þú?: Kio estas via nomo? Til hamingju: Gratulon Einn bjór, takk: Unu bieron, mi petas Hvað er þetta?: Kio estas tio? Þetta er hundur: Tio estas hundo Verði þér að góðu: Ne dankinde Ég elska þig: Mi amas vin Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Hugsjónin á bak við esperantó er sú að fólk á að standa jafnfætis í samskiptum,“ segir Steinþór Sigurðsson, sem situr í undirbúningsnefnd heimsþings esperantista sem fram fer í Hörpu dagana 20.-27. júlí. Dagskrá heimsþingsins fer öll fram á esperantó en að sögn Steinþórs verður hægt að sækja ýmsa fyrirlestra og fundi um málefni hreyfingarinnar. Þá verður einnig hægt að hlýða á fyrirlestra um málefni tengd skandinavískum glæpasögum og fiðlusmíð, svo eitthvað sé nefnt. Þema þingsins í ár er tungumálaleg sanngirni í samskiptum á milli málsvæða. Þetta er í annað sinn sem heimsþing esperantista fer fram í Reykjavík en áður var það haldið hér á landi árið 1977. Steinþór segir að á Íslandi megi finna þó nokkra esperantista. „Það er talsverður fjöldi af fólki sem hefur lært esperantó á einhverjum punkti, en það eru kannski um 30 manns sem teljast virkir í starfinu,“ segir Steinþór, sem er sjálfur reiprennandi í tungumálinu. Um 1.000 gestir frá 55 löndum verða viðstaddir heimsþingið. Esperantó var búið til seint á 19. öld af pólskum augnlækni, Ludvig Zamenhof, og átti málið að leysa tungumálavanda heimsbyggðarinnar. Heimsþing esperantista hafa síðan verið haldin árlega frá árinu 1905. Margar íslenskar bækur hafa verið þýddar yfir á esperantó en þar má meðal annars nefna Brennu-Njálssögu, Sjálfstætt fólk, Snorra-Eddu og ljóðabækur Gerðar Kristnýjar.Lærðu grunninn í esperantó: Góðan dag: Bonan matenon Halló: Saluton Hvað heitir þú?: Kio estas via nomo? Til hamingju: Gratulon Einn bjór, takk: Unu bieron, mi petas Hvað er þetta?: Kio estas tio? Þetta er hundur: Tio estas hundo Verði þér að góðu: Ne dankinde Ég elska þig: Mi amas vin
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira