Rafmagns Formula 1 Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 16:45 Formula E bíll tilbúinn til keppni. Nú á tímum mikillar fjölgunar rafmagnsbíla verður það að teljast tímanna tákn að sett hafi verið á legg kappaksturskeppni sem fengið hefur nafnið Formula E. Keppnisröð Formula E hefst í sptember á næsta ári og verða keppnirnar alls 10 talsins. Þeim fjölgar mjög liðunum sem skráð hafa sig í keppnina og mörg þeirra hafa einmitt tengsl við Formula 1 liðin. Formúlukappinn Alain Prost fer fyrir einu þeirra í samstarfi við Jean-Paul Driot stofnanda GP2 og Formula Renault kepnanna. Super Aguri, sem áður tefldi fram liði í Formula 1 mun einnig taka þátt undir nafninu Super Aguri Formula E og fer stofnandinn Aguri Suzuki fyrir því liði. Fyrsti kappaksturinn í Formula E fer fram í Peking eftir 10 mánuði. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent
Nú á tímum mikillar fjölgunar rafmagnsbíla verður það að teljast tímanna tákn að sett hafi verið á legg kappaksturskeppni sem fengið hefur nafnið Formula E. Keppnisröð Formula E hefst í sptember á næsta ári og verða keppnirnar alls 10 talsins. Þeim fjölgar mjög liðunum sem skráð hafa sig í keppnina og mörg þeirra hafa einmitt tengsl við Formula 1 liðin. Formúlukappinn Alain Prost fer fyrir einu þeirra í samstarfi við Jean-Paul Driot stofnanda GP2 og Formula Renault kepnanna. Super Aguri, sem áður tefldi fram liði í Formula 1 mun einnig taka þátt undir nafninu Super Aguri Formula E og fer stofnandinn Aguri Suzuki fyrir því liði. Fyrsti kappaksturinn í Formula E fer fram í Peking eftir 10 mánuði.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent