Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Snæfell 97-84 | Stjarnan í úrslit Stefán Árni Pálsson í Garðabæ skrifar 12. apríl 2013 18:30 Stjarnan komst í kvöld í úrslit í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið bar sigur úr býtum, 97-84, gegn Snæfell í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Stjarnan vann einvígið 3-1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Stjarnan mætir Grindavík í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fór vel af stað fyrir gestina og gerðu þeir fyrstu átta stigin í leiknum og staðan orðin 8-0 á einu augabragði. Það gekk allt upp sóknarlega hjá Snæfelli og liðið sýndi frábæra sóknartilburði. Stjörnumenn fóru aftur á móti ekkert á taugum og komust hægt og rólega inn í leikinn. Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, var maðurinn sem kom liðinu í gírinn og var staðan 20-16 fyrir heimamenn eftir fyrsta leikhlutann. Zdravevski setti niður mikilvægar körfur og kveikti í heimamönnum. Í öðrum leikhluta var mikið jafnræði á með liðunum og aðeins nokkur stig skildu þau að. Stjörnumenn voru einu skrefi á undan stóran hluta af öðrum leikhluta en Hafþór Ingi Gunnarsson, leikmaður Snæfells, kom sterkur inn undir lok hálfleiksins og setti niður tvo þrista á stuttum tíma, annar þeirra um leið og hálfleiknum lauk. Staðan var því jöfn 38-38 í hálfleik. Það mátti búast við spennandi síðari hálfleik. Snæfell byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og komust fljótlega í 47-42 en það gekk allt upp sóknarlega á fyrstu mínútunum. Stjörnumenn komu eins og fyrr í leiknum til baka og náðu tökum á leiknum. Jarrid Frye var magnaður í liði Stjörnunnar og hafði gert 24 stig eftir þrjá leikhluta. Staðan var 66-59 fyrir lokaleikhlutann og gestirnir ennþá með í leiknum. Stjörnumenn voru mikið mun betri í fjórða leikhlutanum og komust hægt og rólega í þægilega stöðu sem þeir héldu út leikinn. Leiknum lauk með öruggum sigri Stjörnunnar 97-84. Jarrid Frye var atkvæðamestur í liðið Stjörnunnar með 27 stig en Jón Ólafur Jónsson var frábær í liði Snæfells með 30 stig. Stjarnan mætir Grindavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hér að ofan má sjá fögnuð Stjörnumanna þegar það var orðið ljóst að liðið væri komið í úrslit.Stjarnan-Snæfell 97-84 (20-16, 18-22, 28-21, 31-25) Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst, Justin Shouse 24/4 fráköst/9 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 21, Brian Mills 10/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 10, Marvin Valdimarsson 4/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 1.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 30/4 fráköst, Ryan Amaroso 20/14 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/6 stoðsendingar, Jay Threatt 3, Ólafur Torfason 3/7 fráköst. Teitur: Ánægður með þá pressu sem komin er á liðið„Þetta er bara frábært og mikill léttir,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum í gegnum tvö frábær körfuboltalið á leið okkar í úrslitin sem sýnir hversu sterkir við erum.“ „Nú býður okkur Grindavík í næstu viku en í kvöld verða leikmenn sennilega að jafna sig á ákveðnu spennufalli.“ „Það er mikil reynsla í þessu liði og við eigum að geta nýtt okkur þá reynslu. Það hefur verið lenskan undanfarinn þrjú ár að liðið sem vinnur okkur verður Íslandsmeistari. Nú er það í okkar höndum að svo gerist ekki.“ „Það er verið að spá okkur mikið titlinum í fjölmiðlum og annarsstaðar og ég tel að sú pressa sér bara af hinu góða og við eigum bara að njóta þess að vera í úrslitum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér. Nonni Mæju: Of stór biti að missa leikstjórnandann okkar í leik tvö„Manni líður bara ömurlega eins og alltaf þegar maður dettur úr leik,“ sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að elta rosalega lengi í leiknum og það tók sinn toll. Varnarleikur okkar var bara ekki nægilega góður í síðari hálfleiknum eins og sást en þeir gerðu 60 stig í síðari hálfleiknum. Það er ekki hægt að vinna Stjörnuna ef þú spilar ekki góða vörn.“ „Við vorum fínir í fyrri hálfleiknum en menn komu eitthvað værukærir út í þann síðari. Það er auðvitað virkilega stór biti að missa Jay Threatt úr leik en hann hefur stjórnað okkar leik í allan vetur og hefur verið með einhverjar tuttugu stoðsendingar í hverjum leik.“ „Ég hafði það á tilfinningunni að liðið sem færi í gegnum þessa seríu myndi fara alla leið og ég tel að Stjarnan eigi eftir að verða Íslandsmeistarar.“Hægt er að sjá myndbandið með því að ýta hér. Textalýsing frá Ágarði í kvöld:Leik lokið: Stjarnan er komið í úrslit Dominos-deildar karla eftir sigur á Snæfell 97-84 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. Stjarnan vann því einvígið 3-1.40. mín: Stjarnan er níu stigum yfir og 45 sekúndur eftir. Þetta er í raun búið.39. mín: Justin Shouse fer á línuna fyrir Stjörnuna í stöðunni 89-81 og setur þau bæði niður. Staðan er því 91-81 og 1:30 eftir af leiknum.38. mín: Þetta verður rosalega erfitt fyrir gestina úr þessu en það munar enn tíu stigum á liðunum. 89-79 þegar Tvær mínútur eru eftir en þetta er samt hægt, það er á hreinu.37. mín: Nonni Mæju með þrjá þrista í röð fyrir Snæfell. Það munar samt tíu stigum á liðunum 86-76.36. mín: Nú munar tíu stigum á liðunum og gestirnir verða að fara hressilega í gang. Staðan er 80-70.35.mín: Justin Shouse með frábæra sendingu á Dag Kar Jónsson sem setti boltann í körfuna í loftinu. Frábær tilþrif hjá þeim litlu.34. mín: Marvin Valdimarsson að koma Stjörnunni 13 stigum yfir 78-65.33. mín: Stjörnumenn að ná tökum á leiknum. Snæfell verður að koma með fínt áhlaup núna fljótlega ef þeir ætla sér ekki í sumarfrí. Staðan 76-65.32. mín: Jovan Zdravevski að setja niður þrist fyrir Stjörnuna og kemur heimamönnum ellefu stigum yfir 72-61.32. mín: Snæfell með fyrstu stig leikhlutans en staðan er 66-61.3. leikhluta lokið: Jæja þá er bara loka fjórðungurinn eftir. Staðan er 66-59 fyrir Stjörnuna. Þetta verður án efa spennandi loka leikhluti.28. mín: Leikurinn er enn samt sem áður spennandi og gestirnir neita að gefast upp. Staðan er 59-55.27. mín: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Ryan Amaroso, leikmann Snæfell, eftir að hann skoraði fína körfu. Hann var ekki sáttur við að hafa ekki fengið villu að auki og sparkaði áttina að leikmanni Stjörnunnar.26.mín : Jovan Zdravevski setur hér niður þriggja stiga körfu og fær vítaskot að auki, það verður allt vitlaust. Auðvitað setur hann niður vítaskotið. Staðan 53-48.24. mín: Brian Mills að troða boltanum í körfuna fyrir Stjörnuna. Jarrid Frye skorar síðan tvö stig fyrir þá stuttu síðar. Heimamenn komnir yfir 49-47.22. mín: Liðin byrja vel sóknarlega og skora hvert stigið á fætur öðru. Þetat verður frábær síðari hálfleikur, það er á hreinu. Staðan 45-42 fyrir Snæfell.21. mín: Sveinn Arnar Davíðsson, leikmaður Snæfells, setur strax niður þrist og staðan 41-38.Hálfleikur: Mikið jafnræði var á með liðunum í öðrum leikhluta og er staðan er 38-38. Hafþór Ingi Gunnarsson, leikmaður Snæfells, setti niður sinn annan þrist í leiknum í þann mund sem hálfleiknum lauk.19. mín: Sigurður Þorvaldsson kemur síðan Snæfelli yfir með tveimur vítaskotum. Staðan 33-31 fyrir gestina.18. mín: Snæfell að jafna leikinn þegar Hafþór Ingi Gunnarsson setur niður þrist. Staðan 31-31.17. mín: Allt í járnum núna og mikinn spenna hér í Ásgarði. Staðan er 30-28 fyrir heimamenn.15. mín: Flottur kafli hjá Snæfell en staðan er 28-26.13. mín: Öll stemmning með heimamönnum þessa stundina. Staðan er 27-21 og Stjörnumenn með boltann.11. mín: Dagur Kar Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, að koma sterkur inn og setur niður tvær körfur í röð. Staðan 24-19.1. leikhluta lokið: Stjörnumenn komu heldur betur til baka undir lok leikhlutans og staðan er allt í einu orðin 20-16 fyrir heimamenn.9. mín: Jay Threatt er kominn inná fyrir Snæfell. Hann er ekki með sama ótrúlega hraða en hann er samt reynslumikill og snjall körfuboltaleikmaður.8.mín: Heimamenn að komast inn í leikinn og hafa minnkað muninn í 14-13. Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, er spila virkilega vel.5. mín: Snæfellingar byrja leikinn virkilega vel og spila sig hvað eftir annað auðveldlega í gegnum vörn Stjörnunnar. Staðan er 12-6.2. mín: Átta fyrstu stigin koma frá gestunum og staðan er 8-0.1. mín: Jæja þá er leikurinn farinn af stað. Góða skemmtun kæru lesendur.Fyrir leik: Jay Threatt var að koma inná á parketið og verður með. Spurning hversu mikið hann tekur þátt en hann hefur líklega verið sprautaður niður og klár í slaginn.Fyrir leik: Stjörnumenn koma nú út á völlinn eftir góðann fund með Teit Örlygssyni, þjálfara liðsins, og nú taka áhorfendur við sér.Fyrir leik: Í liði Stjörnunnar eru allir heilir sem hafa tekið þátt í úrslitakeppninni og mæta þeir með sitt sterkasta lið. Þetta verður líklega erfitt fyrir gestina en Hólmarar eru alltaf til alls líklegir í boltanum.Fyrir leik: Jay Threatt, leikmaður Snæfells, fór úr lið á stórutá í öðrum leik liðanna og var ekki með í síðasta leik í Stykkishólmi. Hann er á skýrslu í kvöld og spurning hvort hann verði leikfær. Það þarf að nota öll brögð sem til eru til að tjasla þessum snjalla leikmanni saman ef hann á að taka þátt í leiknum.Fyrir leik: Hér er allt að fyllast og stemmning að myndast. Það verður troðfullt í Ásgarði í kvöld, svo eitt er víst.Fyrir leik: Snæfell vann fyrsta leikinn með einu stigi en Stjörnumenn hafa síðan svarað með tveimur sigrum í röð þar af unnu þeir síðasta leik með fjórtán stiga mun í Hólminum, 93-79.Fyrir leik: Stjarnan kemst í lokaúrslitin á móti Grindavík með sigri í kvöld en vinni Snæfell þá verður hreinn úrslitaleikur í Stykkishólmi á mánudagskvöldið.Fyrir leik: Stjörnumenn eru ósigraðir í Garðabænum í þessari úrslitakeppni því þeir unnu báða heimaleiki sína við Keflavík í átta liða úrslitunum og unnu síðan Snæfell 90-86 í öðrum leik liðanna í þessu undanúrslitaeinvígi.Fyrir leik: Stjörnumenn komust í fyrsta og eina skiptið í úrslitaeinvígið fyrir tveimur árum (2011) þegar Garðbæingar töpuðu fyrir KR-ingum 1-3 í lokaúrslitunum.Fyrir leik: Snæfell komst síðasta í úrslitaeinvígið fyrir þremur árum (2010) en þá vann liðið KR í oddaleik. Snæfell komst einnig í lokaúrslitin 2004, 2005 og 2008. Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Stjarnan komst í kvöld í úrslit í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið bar sigur úr býtum, 97-84, gegn Snæfell í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Stjarnan vann einvígið 3-1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Stjarnan mætir Grindavík í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fór vel af stað fyrir gestina og gerðu þeir fyrstu átta stigin í leiknum og staðan orðin 8-0 á einu augabragði. Það gekk allt upp sóknarlega hjá Snæfelli og liðið sýndi frábæra sóknartilburði. Stjörnumenn fóru aftur á móti ekkert á taugum og komust hægt og rólega inn í leikinn. Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, var maðurinn sem kom liðinu í gírinn og var staðan 20-16 fyrir heimamenn eftir fyrsta leikhlutann. Zdravevski setti niður mikilvægar körfur og kveikti í heimamönnum. Í öðrum leikhluta var mikið jafnræði á með liðunum og aðeins nokkur stig skildu þau að. Stjörnumenn voru einu skrefi á undan stóran hluta af öðrum leikhluta en Hafþór Ingi Gunnarsson, leikmaður Snæfells, kom sterkur inn undir lok hálfleiksins og setti niður tvo þrista á stuttum tíma, annar þeirra um leið og hálfleiknum lauk. Staðan var því jöfn 38-38 í hálfleik. Það mátti búast við spennandi síðari hálfleik. Snæfell byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og komust fljótlega í 47-42 en það gekk allt upp sóknarlega á fyrstu mínútunum. Stjörnumenn komu eins og fyrr í leiknum til baka og náðu tökum á leiknum. Jarrid Frye var magnaður í liði Stjörnunnar og hafði gert 24 stig eftir þrjá leikhluta. Staðan var 66-59 fyrir lokaleikhlutann og gestirnir ennþá með í leiknum. Stjörnumenn voru mikið mun betri í fjórða leikhlutanum og komust hægt og rólega í þægilega stöðu sem þeir héldu út leikinn. Leiknum lauk með öruggum sigri Stjörnunnar 97-84. Jarrid Frye var atkvæðamestur í liðið Stjörnunnar með 27 stig en Jón Ólafur Jónsson var frábær í liði Snæfells með 30 stig. Stjarnan mætir Grindavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hér að ofan má sjá fögnuð Stjörnumanna þegar það var orðið ljóst að liðið væri komið í úrslit.Stjarnan-Snæfell 97-84 (20-16, 18-22, 28-21, 31-25) Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst, Justin Shouse 24/4 fráköst/9 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 21, Brian Mills 10/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 10, Marvin Valdimarsson 4/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 1.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 30/4 fráköst, Ryan Amaroso 20/14 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/6 stoðsendingar, Jay Threatt 3, Ólafur Torfason 3/7 fráköst. Teitur: Ánægður með þá pressu sem komin er á liðið„Þetta er bara frábært og mikill léttir,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum í gegnum tvö frábær körfuboltalið á leið okkar í úrslitin sem sýnir hversu sterkir við erum.“ „Nú býður okkur Grindavík í næstu viku en í kvöld verða leikmenn sennilega að jafna sig á ákveðnu spennufalli.“ „Það er mikil reynsla í þessu liði og við eigum að geta nýtt okkur þá reynslu. Það hefur verið lenskan undanfarinn þrjú ár að liðið sem vinnur okkur verður Íslandsmeistari. Nú er það í okkar höndum að svo gerist ekki.“ „Það er verið að spá okkur mikið titlinum í fjölmiðlum og annarsstaðar og ég tel að sú pressa sér bara af hinu góða og við eigum bara að njóta þess að vera í úrslitum.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér. Nonni Mæju: Of stór biti að missa leikstjórnandann okkar í leik tvö„Manni líður bara ömurlega eins og alltaf þegar maður dettur úr leik,“ sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við vorum að elta rosalega lengi í leiknum og það tók sinn toll. Varnarleikur okkar var bara ekki nægilega góður í síðari hálfleiknum eins og sást en þeir gerðu 60 stig í síðari hálfleiknum. Það er ekki hægt að vinna Stjörnuna ef þú spilar ekki góða vörn.“ „Við vorum fínir í fyrri hálfleiknum en menn komu eitthvað værukærir út í þann síðari. Það er auðvitað virkilega stór biti að missa Jay Threatt úr leik en hann hefur stjórnað okkar leik í allan vetur og hefur verið með einhverjar tuttugu stoðsendingar í hverjum leik.“ „Ég hafði það á tilfinningunni að liðið sem færi í gegnum þessa seríu myndi fara alla leið og ég tel að Stjarnan eigi eftir að verða Íslandsmeistarar.“Hægt er að sjá myndbandið með því að ýta hér. Textalýsing frá Ágarði í kvöld:Leik lokið: Stjarnan er komið í úrslit Dominos-deildar karla eftir sigur á Snæfell 97-84 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. Stjarnan vann því einvígið 3-1.40. mín: Stjarnan er níu stigum yfir og 45 sekúndur eftir. Þetta er í raun búið.39. mín: Justin Shouse fer á línuna fyrir Stjörnuna í stöðunni 89-81 og setur þau bæði niður. Staðan er því 91-81 og 1:30 eftir af leiknum.38. mín: Þetta verður rosalega erfitt fyrir gestina úr þessu en það munar enn tíu stigum á liðunum. 89-79 þegar Tvær mínútur eru eftir en þetta er samt hægt, það er á hreinu.37. mín: Nonni Mæju með þrjá þrista í röð fyrir Snæfell. Það munar samt tíu stigum á liðunum 86-76.36. mín: Nú munar tíu stigum á liðunum og gestirnir verða að fara hressilega í gang. Staðan er 80-70.35.mín: Justin Shouse með frábæra sendingu á Dag Kar Jónsson sem setti boltann í körfuna í loftinu. Frábær tilþrif hjá þeim litlu.34. mín: Marvin Valdimarsson að koma Stjörnunni 13 stigum yfir 78-65.33. mín: Stjörnumenn að ná tökum á leiknum. Snæfell verður að koma með fínt áhlaup núna fljótlega ef þeir ætla sér ekki í sumarfrí. Staðan 76-65.32. mín: Jovan Zdravevski að setja niður þrist fyrir Stjörnuna og kemur heimamönnum ellefu stigum yfir 72-61.32. mín: Snæfell með fyrstu stig leikhlutans en staðan er 66-61.3. leikhluta lokið: Jæja þá er bara loka fjórðungurinn eftir. Staðan er 66-59 fyrir Stjörnuna. Þetta verður án efa spennandi loka leikhluti.28. mín: Leikurinn er enn samt sem áður spennandi og gestirnir neita að gefast upp. Staðan er 59-55.27. mín: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Ryan Amaroso, leikmann Snæfell, eftir að hann skoraði fína körfu. Hann var ekki sáttur við að hafa ekki fengið villu að auki og sparkaði áttina að leikmanni Stjörnunnar.26.mín : Jovan Zdravevski setur hér niður þriggja stiga körfu og fær vítaskot að auki, það verður allt vitlaust. Auðvitað setur hann niður vítaskotið. Staðan 53-48.24. mín: Brian Mills að troða boltanum í körfuna fyrir Stjörnuna. Jarrid Frye skorar síðan tvö stig fyrir þá stuttu síðar. Heimamenn komnir yfir 49-47.22. mín: Liðin byrja vel sóknarlega og skora hvert stigið á fætur öðru. Þetat verður frábær síðari hálfleikur, það er á hreinu. Staðan 45-42 fyrir Snæfell.21. mín: Sveinn Arnar Davíðsson, leikmaður Snæfells, setur strax niður þrist og staðan 41-38.Hálfleikur: Mikið jafnræði var á með liðunum í öðrum leikhluta og er staðan er 38-38. Hafþór Ingi Gunnarsson, leikmaður Snæfells, setti niður sinn annan þrist í leiknum í þann mund sem hálfleiknum lauk.19. mín: Sigurður Þorvaldsson kemur síðan Snæfelli yfir með tveimur vítaskotum. Staðan 33-31 fyrir gestina.18. mín: Snæfell að jafna leikinn þegar Hafþór Ingi Gunnarsson setur niður þrist. Staðan 31-31.17. mín: Allt í járnum núna og mikinn spenna hér í Ásgarði. Staðan er 30-28 fyrir heimamenn.15. mín: Flottur kafli hjá Snæfell en staðan er 28-26.13. mín: Öll stemmning með heimamönnum þessa stundina. Staðan er 27-21 og Stjörnumenn með boltann.11. mín: Dagur Kar Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, að koma sterkur inn og setur niður tvær körfur í röð. Staðan 24-19.1. leikhluta lokið: Stjörnumenn komu heldur betur til baka undir lok leikhlutans og staðan er allt í einu orðin 20-16 fyrir heimamenn.9. mín: Jay Threatt er kominn inná fyrir Snæfell. Hann er ekki með sama ótrúlega hraða en hann er samt reynslumikill og snjall körfuboltaleikmaður.8.mín: Heimamenn að komast inn í leikinn og hafa minnkað muninn í 14-13. Jovan Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, er spila virkilega vel.5. mín: Snæfellingar byrja leikinn virkilega vel og spila sig hvað eftir annað auðveldlega í gegnum vörn Stjörnunnar. Staðan er 12-6.2. mín: Átta fyrstu stigin koma frá gestunum og staðan er 8-0.1. mín: Jæja þá er leikurinn farinn af stað. Góða skemmtun kæru lesendur.Fyrir leik: Jay Threatt var að koma inná á parketið og verður með. Spurning hversu mikið hann tekur þátt en hann hefur líklega verið sprautaður niður og klár í slaginn.Fyrir leik: Stjörnumenn koma nú út á völlinn eftir góðann fund með Teit Örlygssyni, þjálfara liðsins, og nú taka áhorfendur við sér.Fyrir leik: Í liði Stjörnunnar eru allir heilir sem hafa tekið þátt í úrslitakeppninni og mæta þeir með sitt sterkasta lið. Þetta verður líklega erfitt fyrir gestina en Hólmarar eru alltaf til alls líklegir í boltanum.Fyrir leik: Jay Threatt, leikmaður Snæfells, fór úr lið á stórutá í öðrum leik liðanna og var ekki með í síðasta leik í Stykkishólmi. Hann er á skýrslu í kvöld og spurning hvort hann verði leikfær. Það þarf að nota öll brögð sem til eru til að tjasla þessum snjalla leikmanni saman ef hann á að taka þátt í leiknum.Fyrir leik: Hér er allt að fyllast og stemmning að myndast. Það verður troðfullt í Ásgarði í kvöld, svo eitt er víst.Fyrir leik: Snæfell vann fyrsta leikinn með einu stigi en Stjörnumenn hafa síðan svarað með tveimur sigrum í röð þar af unnu þeir síðasta leik með fjórtán stiga mun í Hólminum, 93-79.Fyrir leik: Stjarnan kemst í lokaúrslitin á móti Grindavík með sigri í kvöld en vinni Snæfell þá verður hreinn úrslitaleikur í Stykkishólmi á mánudagskvöldið.Fyrir leik: Stjörnumenn eru ósigraðir í Garðabænum í þessari úrslitakeppni því þeir unnu báða heimaleiki sína við Keflavík í átta liða úrslitunum og unnu síðan Snæfell 90-86 í öðrum leik liðanna í þessu undanúrslitaeinvígi.Fyrir leik: Stjörnumenn komust í fyrsta og eina skiptið í úrslitaeinvígið fyrir tveimur árum (2011) þegar Garðbæingar töpuðu fyrir KR-ingum 1-3 í lokaúrslitunum.Fyrir leik: Snæfell komst síðasta í úrslitaeinvígið fyrir þremur árum (2010) en þá vann liðið KR í oddaleik. Snæfell komst einnig í lokaúrslitin 2004, 2005 og 2008.
Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum