Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratititilinn í körfubolta karla þar sem Garðbæingar mæta Íslandsmeisturum Grindvíkinga í lokaúrslitunum.
KKÍ hefur nú raðað niður leikjunum fimm en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla árið 2013.
Fyrsti leikurinn verður í Grindavík á miðvikudagskvöldið og leikur tvö er síðan í Ásgarði í Garðabæ tveimur dögum síðar. Allir leikir úrslitanna verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Hér er dagskráin fyrir lokaúrslitin:
Leikur 1 Grindavík-Stjarnan kl. 19.15 miðvikudaginn 17. apríl
Leikur 2 Stjarnan-Grindavík kl. 19.15 föstudaginn 19. apríl
Leikur 3 Grindavík-Stjarnan kl. 19.15 mánudagur 22. apríl
Leikur 4 Stjarnan-Grindavík kl. 19.15 fimmtudagur 25. apríl
Leikur 5 Grindavík-Stjarnan kl. 19.15 sunnudagur 28. apríl
Úrslitaeinvígið byrjar á miðvikudagskvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
