Hún amma sko Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. mars 2013 06:00 Ég fékk sæti á besta stað, í sófanum við blómabeðið. Ég var mætt tímanlega sem betur fer, þökk sé ábyrgum samferðakonum mínum, sem sáu fyrir að líklega yrði þétt setinn bekkurinn. Það stóð heima, fólkið streymdi að og fyllti stofuna svo opnað var inn í borðstofuna líka. Fólk sat og stóð alls staðar þar sem pláss var, frammi á gangi og uppi í tröppum. Þau sem fyrir uppákomunni stóðu áttu ekki til orð yfir aðsókninni. Fólk streymdi að til að hlusta á tvær ungar konur segja sögur af ömmu sinni, Auði Laxness. Ég hafði aldrei komið að Gljúfrasteini áður. Nú sat ég með fiðrildi í maganum í sófanum þar sem Olof Palme og Joan Baez höfðu tyllt sér, og beið. Ég var forvitin um þessa konu, húsfreyjuna á Gljúfrasteini sem hafði haldið utan um litskrúðuga fjölskyldu sína og Nóbelskáldsins og tekið á móti fyrirfólki inn á gafl hjá sér. Ég vissi ekki mikið um hana, meira um hann. Svo fóru systurnar að segja frá. Ég gæti hafa gert mér háfleygar hugmyndir um lífið innan veggja á þessu mikla menningarheimili og allar veislurnar sem þar voru haldnar. En sögurnar voru hreint ekkert háfleygar. Þær voru kostulegar, fyndnar, skondnar og hugljúfar. Systurnar rifjuðu upp ferðir í berjamó, heimasaumuð dúkkuföt og kökur í frystikistu og auðvitað veislurnar. Ég sá hins vegar ekki fyrir mér snobbuð fyrirmenni með hanastél í glasi heldur óstýrilátt stelpustýri reka út úr sér tunguna framan í Olof Palme, og aðra þeirra veltast um í sundlauginni fyrir framan Barböru Bush. Ég hló að sögunni um barnaafmælið þegar amman bauð krökkunum að fá sér „pissu" og hvernig hún dreif í að baka köku, eftir að hafa skellt í sig Núpó létt. Þetta var stórskemmtilegt. Systurnar sögðu hispurslaust frá og andrúmsloftið í stofunni var heimilislegt. Þegar sögustundinni lauk sá ég menningarfrúna Auði fyrir mér í allt öðru ljósi. Sá fyrir mér ekta ömmu sem milli þess að taka á móti þjóðhöfðingjum á tröppunum hjá sér prjónaði lopapeysur og bakaði ofan í barnabörnin. Hún virtist hafa verið kjölfestan í lífi fjölskyldunnar, eins og ömmur eru gjarnan. Á heimleiðinni varð mér hugsað til minna eigin amma, harðduglegra húsfreyja sem jafnvel áttu ýmislegt sameiginlegt með húsfreyjunni á Gljúfrasteini. Fyrir utan hanastélsboðin með Barböru Bush. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ég fékk sæti á besta stað, í sófanum við blómabeðið. Ég var mætt tímanlega sem betur fer, þökk sé ábyrgum samferðakonum mínum, sem sáu fyrir að líklega yrði þétt setinn bekkurinn. Það stóð heima, fólkið streymdi að og fyllti stofuna svo opnað var inn í borðstofuna líka. Fólk sat og stóð alls staðar þar sem pláss var, frammi á gangi og uppi í tröppum. Þau sem fyrir uppákomunni stóðu áttu ekki til orð yfir aðsókninni. Fólk streymdi að til að hlusta á tvær ungar konur segja sögur af ömmu sinni, Auði Laxness. Ég hafði aldrei komið að Gljúfrasteini áður. Nú sat ég með fiðrildi í maganum í sófanum þar sem Olof Palme og Joan Baez höfðu tyllt sér, og beið. Ég var forvitin um þessa konu, húsfreyjuna á Gljúfrasteini sem hafði haldið utan um litskrúðuga fjölskyldu sína og Nóbelskáldsins og tekið á móti fyrirfólki inn á gafl hjá sér. Ég vissi ekki mikið um hana, meira um hann. Svo fóru systurnar að segja frá. Ég gæti hafa gert mér háfleygar hugmyndir um lífið innan veggja á þessu mikla menningarheimili og allar veislurnar sem þar voru haldnar. En sögurnar voru hreint ekkert háfleygar. Þær voru kostulegar, fyndnar, skondnar og hugljúfar. Systurnar rifjuðu upp ferðir í berjamó, heimasaumuð dúkkuföt og kökur í frystikistu og auðvitað veislurnar. Ég sá hins vegar ekki fyrir mér snobbuð fyrirmenni með hanastél í glasi heldur óstýrilátt stelpustýri reka út úr sér tunguna framan í Olof Palme, og aðra þeirra veltast um í sundlauginni fyrir framan Barböru Bush. Ég hló að sögunni um barnaafmælið þegar amman bauð krökkunum að fá sér „pissu" og hvernig hún dreif í að baka köku, eftir að hafa skellt í sig Núpó létt. Þetta var stórskemmtilegt. Systurnar sögðu hispurslaust frá og andrúmsloftið í stofunni var heimilislegt. Þegar sögustundinni lauk sá ég menningarfrúna Auði fyrir mér í allt öðru ljósi. Sá fyrir mér ekta ömmu sem milli þess að taka á móti þjóðhöfðingjum á tröppunum hjá sér prjónaði lopapeysur og bakaði ofan í barnabörnin. Hún virtist hafa verið kjölfestan í lífi fjölskyldunnar, eins og ömmur eru gjarnan. Á heimleiðinni varð mér hugsað til minna eigin amma, harðduglegra húsfreyja sem jafnvel áttu ýmislegt sameiginlegt með húsfreyjunni á Gljúfrasteini. Fyrir utan hanastélsboðin með Barböru Bush.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun