Lífið

Simon Cowell á von á barni með giftri konu

Pabbi Simon Cowell á von á barni sem giftri konu.
Pabbi Simon Cowell á von á barni sem giftri konu. Ghetty
Tónlistarmógúllinn Símon Cowell er að verða pabbi ef marka má fréttaflutning erlendra fréttamiðla.

Barnsmóðir Simons ku vera kona að nafni Lauren Silverman og mun vera komin um 10 vikur á leið.

Einn er hængur þó á. Lauren sem er 36 ára, er enn tæknilega gift fasteignajöfrinum Andrew Silverman, góðkunningja Simons. Samband Lauren og Andrews á þó að hafa verið lokið þegar Simon og Andrea byrjuðu í ástarsambandi fyrir um ári síðan. Andrea mun vera yfir sig ástfangin af Simoni og hefur rætt um að langa til að ganga í hjónaband með honum sem fyrst.



Simon hefur áður talað um það opinberlega að barneignir heilli hann ekki. Í viðtali árið 2009 sagði simon. „Það er ákveðin rútina sem fylgir börnum. Þú verður að vakna á ákveðnum tíma og þú verður að hlusta þegar þig langar bara að sitja úti í horni að hugsa.“

Það var þó komið annað hljóð í kroppinn í apríl á þessu ári þegar hann viðurkenndi að hann hefði ekki útilokað neitt í þeim efnum.

„Ef ég vissi að ég gæti verið einni konu trúr kæmu barneignir til greina, “ og bætti við að hann myndi helst vilja eignast litla stelpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.