Lífið

Simon verður frábær faðir

Jennifer Hudson segir Simon Cowell muna standa sig vel.
Jennifer Hudson segir Simon Cowell muna standa sig vel. Nordicphotos/getty
Fyrrum American Idol-stjarnan, Jennifer Hudson, er viss um að X-Factor dómarinn Simon Cowell verði frábær faðir.

Jennifer sem á þriggja ára son er vongóð um að föðurhlutverkið muni falla Cowell vel. Hún hefur þó nokkrar áhyggjur af því að Cowell muni koma fram við barnið eins og hann gerði við keppendur í American Idol. „Vertu góður við barnið,“ sagði hún í gríni, en sem kunnugt er gat Cowell verið harður við keppendur í sjónvarpsþáttaröðinni American Idol. Cowell á von á sínu fyrsta barni með Lauren Silverman.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.