Sögulok Holden skúffubílsins Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 13:26 Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent