Handbolti

Reynir Þór látinn fara - Konráð tekur við Aftureldingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reynir Þór Reynisson.
Reynir Þór Reynisson. Mynd/Anton
Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Aftureldingar í n1 deild karla í handbolta en Mosfellingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar. Konráð Olavsson hefur verið ráðinn þjálfari Aftureldingar út leiktíðina en Hjörtur Arnarson mun halda àfram sem aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aftureldingu.

Afturelding hefur tapað tveimur leikjum í röð og fjórum leikjum af fimm síðan að N1 deildin fór aftur af stað eftir HM-frí. Liðin vann 30-28 sigur á HK 17. febrúar en hefur síðan aðeins skorað samtals 25 mörk í tveimur tapleikjum á móti Fram og Haukum.

Reynir Þór var búinn að þjálfa lið Aftureldingar síðan 2011 en hann tók þá við liðinu af Gunnari Andréssyni sem hætti á miðju tímabili.

Fyrsti leikur Aftureldingar undir stjórn Konráðs verður á FH annað kvöld.



Fréttatilkynningin:

Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar og Reynir Þór Reynisson hafa komist að samkomulagi um að Reynir láti af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins í handknattleik.

Reynir Þór tók við liði Aftureldingar í lok árs 2011 og hefur stýrt Mosfellingum síðan.

Afturelding þakkar Reyni Þór fyrir góð störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Konráð Olavsson hefur verið ráðinn þjálfari Aftureldingar út leiktíðina og mun Hjörtur Arnarson halda àfram sem aðstoðarþjálfari liðsins.

Virðingarfyllst:

Stjórn handknattleiksdeildar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×