Flytur í 300 fermetra 27. febrúar 2013 09:00 Ingvar Geirsson á nýja staðnum þar sem Lucky Records verður til húsa. fréttablaðið/stefán Lucky Records flytur úr 67 fermetrum yfir í heila 300 í byrjun næsta mánaðar. Þar er meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem eru til sölu. „Ég er fara úr 67 fermetrum í 300. Þetta verður svaka flottur staður fyrir búðina," segir Ingvar Geirsson, eigandi plötubúðarinnar Lucky Records. Búðin, sem hefur sérhæft sig í vínylplötum, flytur í byrjun mars frá Hverfisgötu 82 yfir á Rauðarárstíg 6, þar sem verslunin Yggdrasill og þar áður sjoppan Svarti svanurinn voru til húsa. Á nýja staðnum hefur Ingvar meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem hann hefur til sölu, auk stórs safns DVD-mynda. Einnig ætlar hann að halda þar tónleika með hinum ýmsu hljómsveitum, þar á meðal útgáfutónleika fyrir þær sem eru að gefa út á vínyl eins og komið er aftur í tísku. „Allar plötubúðir í bænum, fyrir utan Skífuna í Kringlunni, eru pínulitlar," segir Ingvar en á Hverfisgötunni hafa aðeins tíu til fimmtán manns komist á þá tónleika sem hann hefur haldið. Hann viðurkennir samt að hann muni sakna gömlu búðarinnar sem hefur verið starfrækt í þrjú og hálft ár. „Það er svaka sjarmi yfir þessari búð en það verður sami sjarminn yfir hinni, bara stærra pláss." Þar áður var Ingvar með aðsetur fyrir vínylplöturnar sínar í Kolaportinu. Aðspurður hvort markaður sé fyrir svona stóra plötubúð segir hann borubrattur: „Maður bara býr hann til." Innflutningshátíð verður haldin á nýja staðnum 1.-3. mars. Á meðal þeirra sem koma fram eru Hjálmar og Epic Rain. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lucky Records flytur úr 67 fermetrum yfir í heila 300 í byrjun næsta mánaðar. Þar er meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem eru til sölu. „Ég er fara úr 67 fermetrum í 300. Þetta verður svaka flottur staður fyrir búðina," segir Ingvar Geirsson, eigandi plötubúðarinnar Lucky Records. Búðin, sem hefur sérhæft sig í vínylplötum, flytur í byrjun mars frá Hverfisgötu 82 yfir á Rauðarárstíg 6, þar sem verslunin Yggdrasill og þar áður sjoppan Svarti svanurinn voru til húsa. Á nýja staðnum hefur Ingvar meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem hann hefur til sölu, auk stórs safns DVD-mynda. Einnig ætlar hann að halda þar tónleika með hinum ýmsu hljómsveitum, þar á meðal útgáfutónleika fyrir þær sem eru að gefa út á vínyl eins og komið er aftur í tísku. „Allar plötubúðir í bænum, fyrir utan Skífuna í Kringlunni, eru pínulitlar," segir Ingvar en á Hverfisgötunni hafa aðeins tíu til fimmtán manns komist á þá tónleika sem hann hefur haldið. Hann viðurkennir samt að hann muni sakna gömlu búðarinnar sem hefur verið starfrækt í þrjú og hálft ár. „Það er svaka sjarmi yfir þessari búð en það verður sami sjarminn yfir hinni, bara stærra pláss." Þar áður var Ingvar með aðsetur fyrir vínylplöturnar sínar í Kolaportinu. Aðspurður hvort markaður sé fyrir svona stóra plötubúð segir hann borubrattur: „Maður bara býr hann til." Innflutningshátíð verður haldin á nýja staðnum 1.-3. mars. Á meðal þeirra sem koma fram eru Hjálmar og Epic Rain. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira