Ég var rænd! Saga Garðarsdóttir skrifar 15. júlí 2013 10:22 Til allrar hamingju búum við í samfélagi þar sem okkur mun aldrei skorta tilefni til að hræðast. Sérstaklega ef við ákveðum að gera eitthvað sem í fyrstu gæti virst skemmtilegt, eins og að fara til útlanda. Samstundis taka tannhjól óttans að snúast og okkur er samviskusamlega bent á allar mögulegar ástæður þess að hlakka ekki til. Margt ber að varast. Ef þú til dæmis dirfist að ferðast í öðrum mánuði en desember áttu á hættu að missa af íslenska sumrinu (!), þú skalt ekki bragða á framandi réttum því einu sinni fékk vinnufélagi pabba þíns í magann og undir engum kringumstæðum máttu líta af eigum þínum. Hver kannast ekki við hryllingssögur af saklausum íslenskum ferðamönnum sem í hugsunarleysi líta örskotsstund yfir á spánska götulistamenn/sígaunaþjófa sem þykjast fara í kollhnís, augljóst yfirvarp fyrir meistaraglæpinn að stela ódýru sólgleraugunum þínum. Þú þarft heldur ekki nema að horfa á nokkrar myndir með Liam Neeson til að vita að menn sem heilsa þér í útlöndum fela undantekningalítið undir gestrisnu brosinu áform um að ræna þér í kynlífsþrælkun eða í skásta falli selja úr þér lifrina. Þannig er óhjákvæmilegt að þú standir sjálfa þig að því að því að smella um þig miðja innanklæðabuddu sem pungast út undan stuttbuxunum, bera bakpokann framan á þér og athuga þráhyggjukennt hvort sólgleraugun séu á sínum stað meðan þú víkur þér fimlega undan öllum samskiptum við innfædda. Allt í fullvissu um að öryggi í utanlandsferð felist í réttri blöndu af noju og hallærislegheitum og að innanklæðabuddur í sveittum klofum séu óútskýranlegt furðuverk sem allir harðsvíraðir glæpamenn standi ráðþrota frammi fyrir. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim sem hafa lent í hremmingum utan landsteinanna en vandinn er samt í fæstum tilfellum útlandanna. Það er til dæmis alveg jafn líklegt að þú lendir í norsku fantabragði hér og í Noregi. Ef þú ætlar ekki að falla í þá hamlandi gildru að liggja í læstri hliðarlegu á stofugólfinu heima í bjúgsokkum – til vonar og vara – skaltu frekar hafa gætur á óttanum, sem er á endanum hinn sanni alþjóðlegi meistarþjófur. Það er óttinn sem rænir þig ánægjunni af því að ferðast, vera til, fá þér hundasushi, horfa á óskiljanlega atriðið hjá þýska götuleikhúsinu og að lokum fá niðurgang og flugbjúg í friði. Góða ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Saga Garðarsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Til allrar hamingju búum við í samfélagi þar sem okkur mun aldrei skorta tilefni til að hræðast. Sérstaklega ef við ákveðum að gera eitthvað sem í fyrstu gæti virst skemmtilegt, eins og að fara til útlanda. Samstundis taka tannhjól óttans að snúast og okkur er samviskusamlega bent á allar mögulegar ástæður þess að hlakka ekki til. Margt ber að varast. Ef þú til dæmis dirfist að ferðast í öðrum mánuði en desember áttu á hættu að missa af íslenska sumrinu (!), þú skalt ekki bragða á framandi réttum því einu sinni fékk vinnufélagi pabba þíns í magann og undir engum kringumstæðum máttu líta af eigum þínum. Hver kannast ekki við hryllingssögur af saklausum íslenskum ferðamönnum sem í hugsunarleysi líta örskotsstund yfir á spánska götulistamenn/sígaunaþjófa sem þykjast fara í kollhnís, augljóst yfirvarp fyrir meistaraglæpinn að stela ódýru sólgleraugunum þínum. Þú þarft heldur ekki nema að horfa á nokkrar myndir með Liam Neeson til að vita að menn sem heilsa þér í útlöndum fela undantekningalítið undir gestrisnu brosinu áform um að ræna þér í kynlífsþrælkun eða í skásta falli selja úr þér lifrina. Þannig er óhjákvæmilegt að þú standir sjálfa þig að því að því að smella um þig miðja innanklæðabuddu sem pungast út undan stuttbuxunum, bera bakpokann framan á þér og athuga þráhyggjukennt hvort sólgleraugun séu á sínum stað meðan þú víkur þér fimlega undan öllum samskiptum við innfædda. Allt í fullvissu um að öryggi í utanlandsferð felist í réttri blöndu af noju og hallærislegheitum og að innanklæðabuddur í sveittum klofum séu óútskýranlegt furðuverk sem allir harðsvíraðir glæpamenn standi ráðþrota frammi fyrir. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim sem hafa lent í hremmingum utan landsteinanna en vandinn er samt í fæstum tilfellum útlandanna. Það er til dæmis alveg jafn líklegt að þú lendir í norsku fantabragði hér og í Noregi. Ef þú ætlar ekki að falla í þá hamlandi gildru að liggja í læstri hliðarlegu á stofugólfinu heima í bjúgsokkum – til vonar og vara – skaltu frekar hafa gætur á óttanum, sem er á endanum hinn sanni alþjóðlegi meistarþjófur. Það er óttinn sem rænir þig ánægjunni af því að ferðast, vera til, fá þér hundasushi, horfa á óskiljanlega atriðið hjá þýska götuleikhúsinu og að lokum fá niðurgang og flugbjúg í friði. Góða ferð!
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun