Ólafur er Jordan handboltans Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2013 08:00 Ólafur Stefánsson hefur spilað 328 sinnum fyrir hönd Íslands og skorað 1.559 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og sá þriðji leikjahæsti. Fréttablaðið/Anton Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því rúmenska annað kvöld í lokaleik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar í Danmörku. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti í keppninni og liðinu nægir jafntefli gegn Rúmenum til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mannskapinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmaður. „Við hlökkum allir mikið til, þetta verður bara rosaleg hátíð og án efa frábær stemmning í höllinni. Gildi leiksins og mikilvægi hans er kannski ekki aðalatriðið. Ég held bara að við sem lið viljum kveðja Ólaf eins og menn.“Verðum gríðarlega einbeittir Uppselt varð á leikinn á fimmtudaginn og því ljóst að bekkurinn verður þétt setinn. Í síðasta skipti fá landsmenn að fylgjast með fremsta handknattleiksmanni Íslandssögunnar á fjölum Laugardalshallar. Ísland tapaði illa 29-23 fyrir Hvít-Rússum á miðvikudaginn og sá liðið aldrei til sólar í leiknum. Meiðsli lykilmanna þýðir að aðrir þurfa að axla ábyrgð. Þeir fengu tækifæri til að sanna sig í Minsk en fæstir nýttu sér það. „Við ætlum að sýna okkar rétta andlit á sunnudaginn og eitthvað allt annað en í Hvíta-Rússlandi. Við erum allir gríðarlega einbeittir fyrir þessum leik og menn ætla bara að njóta þess að taka þátt í honum. Það er mikill heiður.“Áhrif Ólafs ólýsanleg Ólafur Stefánsson hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. Hann hefur verið leiðtogi íslenska landsliðsins í meira en áratug og unnið með því silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. „Ég þyrfti langan tíma til að skýra út hversu mikla þýðingu Ólafur hefur haft fyrir landsliðið og íslenskan handknattleik. Það er í raun ólýsanlegt hversu mikil áhrif hann hefur haft á okkur alla í landsliðinu. Hann hafði alltaf trú á okkur öllum og var aldrei í neinum vafa um okkar getu. Það lyftir manni upp á annað stig þegar maður eins og Ólafur Stefánsson hefur trú á manni,“ segir Snorri. „Ég persónulega var það heppinn að fá að spila tvö tímabil með honum erlendis og hann hefur hjálpað mér á fleiri vígstöðvum en bara inni á handboltavellinum.“Sá besti frá upphafi Þótt Ólafur hafi aldrei unnið til gullverðlauna með landsliðinu hefur hann unnið til stærstu verðlauna í evrópskum handbolta með félagsliðum sínum. Fjórum sinnum varð hann Evrópumeistari auk þess að verða landsmeistari í Þýskalandi, Spáni og Danmörku auk Íslands. Þá varð hann katarskur meistari með liði sínu á dögunum. „Fólk kannski gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvað hann hefur afrekað sem leikmaður á sínum ferli og þá hversu lengi hann var í algjörum heimsklassa. Hann er besti handknattleikmaður allra tíma og það segi ég ekki aðeins vegna þess að ég er Íslendingur. Samherjar mínir erlendis eru á sama máli,“ segir Snorri. Þegar leikstjórnandinn er beðinn um að setja örvhentu skyttuna á stall með fremstu íþróttamönnum sögunnar í öðrum íþróttagreinum segir Snorri: „Ólafur Stefánsson er Michael Jordan handboltans og það verður líklega aldrei neinn annar eins og hann.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst á sunnudagskvöldið klukkan 19.45. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því rúmenska annað kvöld í lokaleik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar í Danmörku. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti í keppninni og liðinu nægir jafntefli gegn Rúmenum til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mannskapinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmaður. „Við hlökkum allir mikið til, þetta verður bara rosaleg hátíð og án efa frábær stemmning í höllinni. Gildi leiksins og mikilvægi hans er kannski ekki aðalatriðið. Ég held bara að við sem lið viljum kveðja Ólaf eins og menn.“Verðum gríðarlega einbeittir Uppselt varð á leikinn á fimmtudaginn og því ljóst að bekkurinn verður þétt setinn. Í síðasta skipti fá landsmenn að fylgjast með fremsta handknattleiksmanni Íslandssögunnar á fjölum Laugardalshallar. Ísland tapaði illa 29-23 fyrir Hvít-Rússum á miðvikudaginn og sá liðið aldrei til sólar í leiknum. Meiðsli lykilmanna þýðir að aðrir þurfa að axla ábyrgð. Þeir fengu tækifæri til að sanna sig í Minsk en fæstir nýttu sér það. „Við ætlum að sýna okkar rétta andlit á sunnudaginn og eitthvað allt annað en í Hvíta-Rússlandi. Við erum allir gríðarlega einbeittir fyrir þessum leik og menn ætla bara að njóta þess að taka þátt í honum. Það er mikill heiður.“Áhrif Ólafs ólýsanleg Ólafur Stefánsson hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. Hann hefur verið leiðtogi íslenska landsliðsins í meira en áratug og unnið með því silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010. „Ég þyrfti langan tíma til að skýra út hversu mikla þýðingu Ólafur hefur haft fyrir landsliðið og íslenskan handknattleik. Það er í raun ólýsanlegt hversu mikil áhrif hann hefur haft á okkur alla í landsliðinu. Hann hafði alltaf trú á okkur öllum og var aldrei í neinum vafa um okkar getu. Það lyftir manni upp á annað stig þegar maður eins og Ólafur Stefánsson hefur trú á manni,“ segir Snorri. „Ég persónulega var það heppinn að fá að spila tvö tímabil með honum erlendis og hann hefur hjálpað mér á fleiri vígstöðvum en bara inni á handboltavellinum.“Sá besti frá upphafi Þótt Ólafur hafi aldrei unnið til gullverðlauna með landsliðinu hefur hann unnið til stærstu verðlauna í evrópskum handbolta með félagsliðum sínum. Fjórum sinnum varð hann Evrópumeistari auk þess að verða landsmeistari í Þýskalandi, Spáni og Danmörku auk Íslands. Þá varð hann katarskur meistari með liði sínu á dögunum. „Fólk kannski gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hvað hann hefur afrekað sem leikmaður á sínum ferli og þá hversu lengi hann var í algjörum heimsklassa. Hann er besti handknattleikmaður allra tíma og það segi ég ekki aðeins vegna þess að ég er Íslendingur. Samherjar mínir erlendis eru á sama máli,“ segir Snorri. Þegar leikstjórnandinn er beðinn um að setja örvhentu skyttuna á stall með fremstu íþróttamönnum sögunnar í öðrum íþróttagreinum segir Snorri: „Ólafur Stefánsson er Michael Jordan handboltans og það verður líklega aldrei neinn annar eins og hann.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst á sunnudagskvöldið klukkan 19.45. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Handbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira