Rafhlöðuskortur í Outlander PHEV Finnur Thorlacius skrifar 31. desember 2013 10:15 Mitsubishi Outlander PHEV Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent
Mitsubishi hefur neyðst til að fresta sölu á tvinnbílsútgáfu Outlander jepplingsins í Bandaríkjunum því framleiðandi rafhlaðannna í bílinn hefur ekki undan. Sala hans átti að hefjast næsta haust en hefur nú verið frestað til ársins 2015. Sala Outlander PHEV hefur gengið vel á öðrum mörkuðum og nú þegar hafa selst 11.300 slíkir bílar. Bíllinn kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafhleðslunni einni saman og hámarkshraði hans, eingöngu á rafmagni, er 120 km/klst. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og getur dregið 1.350 kg aftanívagn. Raflöðubirgi Mitsubishi, Lithium Energy Japan (LEJ), ræður við að afhenda Mitsubishi 4.000 rafhlöðu í hverjum mánuði og er það engan veginn nóg til að sinna eftirspurn. Það verður ekki fyrr en getan þess er komin í 5.000 rafhlöður á mánuði sem hægt verður að bjóða Outlander PHEV í Bandaríkjunum.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent