Utan vallar: Prófum að samgleðjast öðrum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. desember 2013 06:30 Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins árið 2013. Að velja íþróttamann ársins er vandasamt verk. Stundum er erfitt að velja aðeins tíu á lista þar sem margt afreksfólk hefur átt frábært ár. Það hefur líka stundum komið fyrir að erfitt sé að fylla í sætin tíu á vondu íþróttaári. Þeim árum fer þó blessunarlega fækkandi. Íþróttaárið 2013 var til að mynda frábært og sjálfur lenti ég í stökustu vandræðum með að velja tíu íþróttamenn inn á minn lista. Ég þurfti að sniðganga íþróttafólk sem vel hefði sómt sér á topp tíu-listanum. Það er vitnisburður um hvað Íslendingar eiga mikið af frábæru afreksfólki í dag. Það er vel. Undanfarin ár hefur það gerst ítrekað að fólk sleppi sér í gremju og reiði yfir kjörinu. Það er oft hreinlega neyðarlegt að fylgjast með fólki fara offari. Í stað þess að samfagna þeim frábæra íþróttamanni sem hlýtur útnefninguna er bölsótast á samfélagsmiðlum, og víðar, yfir því að þessi eða hinn var ekki valinn. Miðað við þann fjölda af góðu afreksfólki sem við eigum er ljóst að aldrei verða allir sáttir. Ef einhver annar en Gylfi hefði fengið útnefninguna í ár er næsta víst að stór hluti fólks hefði samt reiðst og síðan farið mikinn á Facebook og víðar. Mér dettur ekki í hug að setjast í dómarasæti og segja að minn atkvæðaseðill sé betri en einhvers af kollegum mínum. Þeir sem kusu ekki á sama hátt og ég hafa sínar ástæður fyrir því og geta rökstutt sitt val vel. Rétt eins og ég tel mig geta með minn atkvæðaseðil. Ég ber því fulla virðingu fyrir þeirra skoðun. Að gera upp á milli frábærra íþróttamanna sem spila mismunandi íþróttir, eru í hóp- og einstaklingsíþróttum, keppa í missterkum deildum og mótum er eins og að bera saman epli og appelsínur. Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins að þessu sinni og er svo sannarlega vel að þeim heiðri kominn. Gylfi dró vagninn fyrir íslenska landsliðið á árinu. Skoraði glæsileg mörk, steig upp og kláraði mikilvæga leiki, lagði síðan upp enn fleiri mörk er íslenska landsliðið náði sínum langbesta árangri í sögunni í vinsælustu og stærstu íþróttagrein heims. Hann er enn fremur hluti af einu besta liði ensku úrvalsdeildarinnar sem er sterkasta deild heims. Milljónir knattspyrnumanna dreymir um að komast þangað sem Gylfi er kominn en þar er aðeins pláss fyrir útvalda. Þá bestu og þar á meðal er Gylfi okkar. Það er gríðarlegt afrek. Að keppa á toppnum, eins og Gylfi gerir, þýðir að menn lenda í mikilli samkeppni og mótlæti. Gylfi hefur mætt öllu slíku af einstöku æðruleysi og dugnaði. Farið fram með góðu fordæmi. Ekki vælt í blöðunum heldur lagt harðar að sér og látið verkin tala. Það segir sína sögu að Tottenham er að ná betri árangri með hann inni á vellinum en utan hans. Gylfi Þór Sigurðsson er 24 ára gamall og glæsilegur fulltrúi íslensks íþróttafólks. Saga hans er mögnuð og gott dæmi um mann sem uppsker eins og hann sáir. Gylfi hefur alla tíð lagt mikið á sig aukalega til þess að ná árangri. Hann er hörkuduglegur, auðmjúkur og til fyrirmyndar að öllu leyti. Hann hefur til að mynda aldrei snert á áfengi né tóbaki. Í stað þess að kvarta yfir því af hverju einhver annar hafi ekki unnið ættu Íslendingar að gleðjast yfir því að eiga íþróttamann og einstaka fyrirmynd eins og Gylfa. Við eigum að samgleðjast íþróttamanninum og hampa honum enda á hann það skilið. Foreldrar eiga að segja börnum sínum frá því hvernig honum tókst að komast á toppinn og nýta sér það að Ísland eigi slíka fyrirmynd á íþróttasviðinu. Kröftunum er betur eytt í það en neikvætt tal, niðurrif og nöldur. Til hamingju, Gylfi, og aðrir frábærir íslenskir íþróttamenn sem gerðu það gott á árinu. Innlendar Pistillinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Að velja íþróttamann ársins er vandasamt verk. Stundum er erfitt að velja aðeins tíu á lista þar sem margt afreksfólk hefur átt frábært ár. Það hefur líka stundum komið fyrir að erfitt sé að fylla í sætin tíu á vondu íþróttaári. Þeim árum fer þó blessunarlega fækkandi. Íþróttaárið 2013 var til að mynda frábært og sjálfur lenti ég í stökustu vandræðum með að velja tíu íþróttamenn inn á minn lista. Ég þurfti að sniðganga íþróttafólk sem vel hefði sómt sér á topp tíu-listanum. Það er vitnisburður um hvað Íslendingar eiga mikið af frábæru afreksfólki í dag. Það er vel. Undanfarin ár hefur það gerst ítrekað að fólk sleppi sér í gremju og reiði yfir kjörinu. Það er oft hreinlega neyðarlegt að fylgjast með fólki fara offari. Í stað þess að samfagna þeim frábæra íþróttamanni sem hlýtur útnefninguna er bölsótast á samfélagsmiðlum, og víðar, yfir því að þessi eða hinn var ekki valinn. Miðað við þann fjölda af góðu afreksfólki sem við eigum er ljóst að aldrei verða allir sáttir. Ef einhver annar en Gylfi hefði fengið útnefninguna í ár er næsta víst að stór hluti fólks hefði samt reiðst og síðan farið mikinn á Facebook og víðar. Mér dettur ekki í hug að setjast í dómarasæti og segja að minn atkvæðaseðill sé betri en einhvers af kollegum mínum. Þeir sem kusu ekki á sama hátt og ég hafa sínar ástæður fyrir því og geta rökstutt sitt val vel. Rétt eins og ég tel mig geta með minn atkvæðaseðil. Ég ber því fulla virðingu fyrir þeirra skoðun. Að gera upp á milli frábærra íþróttamanna sem spila mismunandi íþróttir, eru í hóp- og einstaklingsíþróttum, keppa í missterkum deildum og mótum er eins og að bera saman epli og appelsínur. Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins að þessu sinni og er svo sannarlega vel að þeim heiðri kominn. Gylfi dró vagninn fyrir íslenska landsliðið á árinu. Skoraði glæsileg mörk, steig upp og kláraði mikilvæga leiki, lagði síðan upp enn fleiri mörk er íslenska landsliðið náði sínum langbesta árangri í sögunni í vinsælustu og stærstu íþróttagrein heims. Hann er enn fremur hluti af einu besta liði ensku úrvalsdeildarinnar sem er sterkasta deild heims. Milljónir knattspyrnumanna dreymir um að komast þangað sem Gylfi er kominn en þar er aðeins pláss fyrir útvalda. Þá bestu og þar á meðal er Gylfi okkar. Það er gríðarlegt afrek. Að keppa á toppnum, eins og Gylfi gerir, þýðir að menn lenda í mikilli samkeppni og mótlæti. Gylfi hefur mætt öllu slíku af einstöku æðruleysi og dugnaði. Farið fram með góðu fordæmi. Ekki vælt í blöðunum heldur lagt harðar að sér og látið verkin tala. Það segir sína sögu að Tottenham er að ná betri árangri með hann inni á vellinum en utan hans. Gylfi Þór Sigurðsson er 24 ára gamall og glæsilegur fulltrúi íslensks íþróttafólks. Saga hans er mögnuð og gott dæmi um mann sem uppsker eins og hann sáir. Gylfi hefur alla tíð lagt mikið á sig aukalega til þess að ná árangri. Hann er hörkuduglegur, auðmjúkur og til fyrirmyndar að öllu leyti. Hann hefur til að mynda aldrei snert á áfengi né tóbaki. Í stað þess að kvarta yfir því af hverju einhver annar hafi ekki unnið ættu Íslendingar að gleðjast yfir því að eiga íþróttamann og einstaka fyrirmynd eins og Gylfa. Við eigum að samgleðjast íþróttamanninum og hampa honum enda á hann það skilið. Foreldrar eiga að segja börnum sínum frá því hvernig honum tókst að komast á toppinn og nýta sér það að Ísland eigi slíka fyrirmynd á íþróttasviðinu. Kröftunum er betur eytt í það en neikvætt tal, niðurrif og nöldur. Til hamingju, Gylfi, og aðrir frábærir íslenskir íþróttamenn sem gerðu það gott á árinu.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira