Íslenski boltinn

Þór/KA mætir Stjörnubönunum frá Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Þór/KA lenti á móti Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í dag. Þór/KA er fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í ár en félagið tryggði sér farseðilinn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

Þetta er annað árið í röð sem íslensku meistararnir mæta liði Zorkiy Krasnogorsk en Stjarnan tapaði fyrir rússneska liðinu í fyrra. Liðin gerðu þá markalaust jafntefli á Stjörnuvellinum en Zorkiy vann seinni leikinn 3-1.

Fyrri leikurinn er á heimavelli Þór/KA 9. eða 10 október og seinni leikurinn  er síðan viku síðar á útivelli. Sigurvegarinn mætir annaðhvort PK-35 Vantaa frá Finnlandi eða Birmingham frá Englandi í sextán liða úrslitunum.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir og félagar þeirra í Malmö mæta norsku meisturunum í Lilleström. Það bíður erfiður mótherji í sextán liða úrslitunum því sigurvegarinn mætir annaðhvort Pärnu frá Eistlandi eða Evrópumeisturum Wolfsburg frá Þýskalandi.

Þessi lið mætast í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna:

Konak, Tyrklandi - Racibórz, Póllandi

MTK, Ungverjalandi - Turbine Potsdam, Þýskalandi

Standard Liege, Belgíu - Glasgow City, Skotlandi

Tyresö, Svíþjóð - Paris Saint-Germain, Frakklandi

Pärnu, Eistlandi - Wolfsburg, Þýskalandi

St. Pölten-Spratzern, Austurríki - Torres, Ítalíu

Apollon, Kýpur - Neulengbach, Austurríki

Spartak Subotica, Serbíu - Rossiyanka, Rússlandi

PK-35 Vantaa, Finnlandi - Birmingham, Englandi

Zürich Frauen, Sviss - Sparta Prag, Tékklandi

Lilleström, Noregi - Malmö, Svíþjóð

Twente, Hollandi - Lyon, Frakklandi

Kairat, Kasakstan -  Arsenal, Englandi

Barcelona, Spáni - Bröndby, Danmörku

Þór/KA, Íslandi - Zorkiy Krasnogorsk, Rússlandi

Tavagnacco, Ítalíu - Fortuna Hjörring, Danmörku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×