Lífið

Frumsýnir nýja töskulínu sem Hollywoodstjörnurnar elska

Ellý Ármanns skrifar
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hönnuður og framkvæmdastjóri Gyðju Collection frumsýnir hér á Lífinu glænýja íslenska töskulínu sem unnin er úr hágæða leðri, íslensku laxaroði, íslenskum hlýra og karfa.  Hollywoodstjörnur á borð við Evu Longoriu hafa dásamað töskurnar sem fást í Kraum, Tösku og hanskabúðinni, Around Iceland og Bláa Lóninu.

„Ég notaðist við hágæða leður og blandaði því með íslenska roðinu í töskulínunni en allar töskurnar eru úr leðri. Samkvæmisveskin eru líka blönduð úr íslensku roði. Nýja töskulínan inniheldur bæði elegant og glæsilegar stórar handtöskur sem hugsaðar eru fyrir nútíma konuna sem þarf að hafa pláss fyrir allt í töskunni. Stærðin er mjög hentug, sniðið mjög fallegt og klassískt en töskurnar eru úr hágæða leðri og koma í mjög fallegum litum," segir Sigrún Lilja.

Það verður seint sagt að Sigrún Lilja sitji aðgerðalaus.
Elegant fyrir nútíma konur

„Nýja töskulínan inniheldur bæði elegant og glæsilegar stórar handtöskur sem hugsaðar eru fyrir nútíma konuna sem þarf að hafa pláss fyrir allt í töskunni. Stærðin er mjög hentug, sniðið mjög fallegt og klassískt en töskurnar eru úr hágæða leðri og koma í mjög fallegum litum," segir Sigrún Lilja.

Samkvæmisveskin vinsæl úti í heimi

„Einnig eru minni samkvæmisveski í línunni eða svokölluð „umslög" en það eru töskusnið sem eru að tröllríða öllu úti í hinum stóra heimi um þessar mundir.  Eins og stærri töskurnar eru samkvæmisveskin líka hugsuð fyrir nútíma viðaskskiptakonuna því hún rúmar spjaldtölvuna ásamt öðrum nauðsynjum og er vel hólfaskipt."

Ótrúlega ánægð með afraksturinn

„Okkur fannst rétti tíminn vera komin. Við erum ótrúlega ánægð með afraksturinn og fyrstu viðbrögð hafa verið hreint ótrúleg. Um ræðir tvær týpur af leður handtöskum sem hver um sig kemur í þremur litum og ein tegund af samkvæmisveski sem kemur í tíu mismunandi litum og tegundum af fallega íslenska roðinu sem er unnið hjá Sjávarleðri á Sauðarkrók," segir Sigrún Lilja.

Sigrún Lilja er ánægð með afraksturinn en nú hefur hún sett á markað töskulínu fyrir nútíma konur.


Eva Longoria sendi Sigrúnu Lilju handskrifað bréf þar sem hún dáist að vörum frá Gyðju collection.
Hollywood kallar

Stjörnur á borð við Evu Longoriu og Emmu Watson eiga fylgihluti úr nýlegum línum frá íslenska merkinu hennar Sigrúnar Lilju og var haft eftir Emmu Watson að henni þykir vörurnar „gorgeous".  Sigrún Lilja fékk sent handskrifað bréf eftir að Eva Longoria komst í tæri við vörurnar þar sem Eva dásamar töskurnar og skóna frá Gyðju.

„Við munum kynna einstaka „special edition handtösku" ásamt mjög spennandi samstarfi í tengslum við hana mjög fljótlega," segir Sigrún Lilja áður en kvatt er.

Töskulínan frá Gyðju er núþegar komin í verslanirnar Kraum, Tösku og Hanskabúðina, Around Iceland og Bláa Lónið og er töskulínan einnig fáanleg á vefverslun merkisins á vefnum https://www.Gydja.is  og www.facebook.com/gydjacollection

Falleg blá leðurtaska frá Gyðju.
„Svokölluð „umslög" en það eru töskusnið sem eru að tröllríða öllu úti í hinum stóra heimi um þessar mundir."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.