Lífið

Brand óskaði eftir skilnaði í gegnum smáskilaboð

Katy Perry og Russell Brand á góðri stundu.
Katy Perry og Russell Brand á góðri stundu. nordicphotos/getty
Söngkonan Katy Perry upplýsir lesendur Vogue um að fyrrum eiginmaður hennar, breski grínistinn Russell Brand, hafi óskað eftir skilnaði í gegnum smáskilaboð.

Perry segist jafnframt ekki hafa heyrt frá Brand frá því þau skildu.

"Hann er mjög gáfaður og ég var mjög ástfangin af honum þegar við giftum okkur. Ég hef ekki heyrt frá honum síðan hann sendi mér skilaboð þann 31. desember árið 2011 um að hann hugðist skilja við mig. Ég tek ábyrgð á því sem ég gerði rangt, ég viðurkenni að ég var mikið fjarverandi," sagði söngkonan í viðtali við Vogue.

Perry var mynduð af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir viðtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.