Lífið

Giftu sig aftur

Orri Dýrason og eiginkona hans, listakonan Lukka Sigurðardóttir.
Orri Dýrason og eiginkona hans, listakonan Lukka Sigurðardóttir.
Orri Dýrason, trommari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, og eiginkona hans, listakonan Lukka Sigurðardóttir, endurnýjuðu hjúskaparheit sín á laugardaginn var.

Hjónavígslan kom vinum og vandamönnum parsins töluvert á óvart enda vissi enginn af áformum þeirra og töldu gestir sig einungis vera að sækja nafnaveislu tveggja sona hjónanna.

Vígslan fór fram að heiðnum sið en parið giftist fyrst á Havaí árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.