Þessi fór aldrei í framleiðslu hjá Ford Finnur Thorlacius skrifar 19. júní 2013 09:45 Ford Cougar 406 Concept var einstaklega fallegur bíll Mikil synd var að þessi bíll Ford fór aldrei í framleiðslu. Ford smíðaði hann árið 1962, nefndi hann Ford Cougar 406 Concept og hætti svo við framleiðsluna. Þetta var enginn venjulegur bíll, með 6,7 lítra V8 vél og því feykiöflugur. Það sem sérstæðast var þó við hann voru vængjahurðirnar. Það var Dean Jeffries hjá Ford sem útfærði þennan bíl og var hann smíðaður á undirvagni úr Thunderbird bíl. Ástæðan fyrir því að hann fór aldrei í framleiðslu var líklega sú að Bandaríkjamenn voru ekki tilbúnir fyrir bíl með vængjahurðum sem leit út fyrir að vera frá Ítalíu. Þessi bíll er hinsvegar svo fallegur að hann hefði getað orðið að mikilli klassík á meðal bílaáhugmanna, en fyrst þarf jú að búa þá til. Hann var semsagt of fallegur og framúrstefnulegur fyrir Bandaríkjamenn. Fríður frá öllum sjónarhornum Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent
Mikil synd var að þessi bíll Ford fór aldrei í framleiðslu. Ford smíðaði hann árið 1962, nefndi hann Ford Cougar 406 Concept og hætti svo við framleiðsluna. Þetta var enginn venjulegur bíll, með 6,7 lítra V8 vél og því feykiöflugur. Það sem sérstæðast var þó við hann voru vængjahurðirnar. Það var Dean Jeffries hjá Ford sem útfærði þennan bíl og var hann smíðaður á undirvagni úr Thunderbird bíl. Ástæðan fyrir því að hann fór aldrei í framleiðslu var líklega sú að Bandaríkjamenn voru ekki tilbúnir fyrir bíl með vængjahurðum sem leit út fyrir að vera frá Ítalíu. Þessi bíll er hinsvegar svo fallegur að hann hefði getað orðið að mikilli klassík á meðal bílaáhugmanna, en fyrst þarf jú að búa þá til. Hann var semsagt of fallegur og framúrstefnulegur fyrir Bandaríkjamenn. Fríður frá öllum sjónarhornum
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent