Lífið

Fréttamenn sem eiga erfitt með breytingar

Tökur á gamanmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues standa nú yfir og er fyrsta stikla myndarinnar nú aðgengileg á netinu.

Sem fyrr fara Will Ferrell, Christina Applegate, Paul Rudd, Steve Carell, David Koechner og Fred Willard með aðalhlutverk myndarinnar.



Adam McKay, leikstjóri myndarinnar, hefur áður upplýst aðdáendur myndarinnar um að í The Legend Continues muni Herra Burgundy glíma við fjölmenningarlegt fréttateymi. „Við vitum vel að þessir guttar taka breytingum ekki vel og á þeim tíma sem myndin gerist áttu margar breytingar sér stað,“ segir McKay.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.