Hamborgarafabrikkan opnar á Hótel Kea Ellý Ármanns skrifar 19. febrúar 2013 10:15 Frá vinstri: Erla Björnsdóttir, Hallgrímur Friðgeirsson, Friðrikka Hjördís Geirsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Páll L. Sigurjónsson, Jóhannes Ásbjörnsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon, Snorri Marteinsson og Helga Lund. Á vormánuðum verður opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður og bar á Hótel Kea Akureyri. Hönnunarferlið er langt komið og í því er leitast við að halda í fágun fortíðarinnar en koma jafnframt nýjum straumum og stefnum að. Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og hefur haldið virðuleika sinum í gegnum tíðina. Horft er sérstaklega til þess í hönnuninni að endurvekja hótelið sem miðdepil mannlífs bæjarins. ,,Það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá Hótel Kea. Við erum að ráðast í miklar breytingar á móttökuhæð hótelsins auk þess sem að Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæðinni" segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Keahótela. ,,Hugmyndafræðin á bakvið hönnun Hótel Kea er tímalaus og endurspeglar hlýlegan og klassískan stíl þess. Hönnunin þarf að standast væntingar til framtíðar og vera jafn fáguð að 20 árum liðnum. Þá þarf hún að höfða til íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna. Helstu breytingarnar felast í því að settur verður nýr bar og" lounge" þar sem nú er gestamóttaka hótelsins. Jafnframt verður útisvæði tengt veitingstaðnum þar sem hægt verður að njóta veitinga á einu sólríkasta horni miðbæjarins. Einnig verður sérsniðið nýtt konsept fyrir veitingastað og bar. Það er heiður að fá þetta verkefni til okkar þar sem að Hótel Kea er eitt af kennileitum Akureyrar." segja hönnuðir verksins en þau eru; Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka).Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæð Hótel KeaVorið 2013 verður ný Hamborgarafabrikka opnuð á jarðhæð Hótel Kea, þar sem áður var Terían (Súlnaberg). Staðurinn mun taka um 120 manns í sæti og er hannaður eins og staðurinn í Reykjavík."Við erum virkilega spenntir fyrir opnun Fabrikkunnar á Akureyri. Nýja Fabrikkan verður ögn minni en sú í Reykjavík en að öðru leyti eins. Sami matseðill, sömu verð og sömu áherslur. Það er okkur heiður að fá að bætast í hóp flottra veitingastaða á Akureyri og vonandi verður okkur vel tekið", segir Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar."Við höfum alltaf borið hlýjar tilfinningar til Akureyrar og hluti af eftirvæntingunni við nýja staðinn er sú staðreynd að við komum til með að eyða miklum tíma fyrir norðan", segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar. Hönnuðir verksins eru Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir. Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Á vormánuðum verður opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður og bar á Hótel Kea Akureyri. Hönnunarferlið er langt komið og í því er leitast við að halda í fágun fortíðarinnar en koma jafnframt nýjum straumum og stefnum að. Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og hefur haldið virðuleika sinum í gegnum tíðina. Horft er sérstaklega til þess í hönnuninni að endurvekja hótelið sem miðdepil mannlífs bæjarins. ,,Það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá Hótel Kea. Við erum að ráðast í miklar breytingar á móttökuhæð hótelsins auk þess sem að Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæðinni" segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Keahótela. ,,Hugmyndafræðin á bakvið hönnun Hótel Kea er tímalaus og endurspeglar hlýlegan og klassískan stíl þess. Hönnunin þarf að standast væntingar til framtíðar og vera jafn fáguð að 20 árum liðnum. Þá þarf hún að höfða til íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna. Helstu breytingarnar felast í því að settur verður nýr bar og" lounge" þar sem nú er gestamóttaka hótelsins. Jafnframt verður útisvæði tengt veitingstaðnum þar sem hægt verður að njóta veitinga á einu sólríkasta horni miðbæjarins. Einnig verður sérsniðið nýtt konsept fyrir veitingastað og bar. Það er heiður að fá þetta verkefni til okkar þar sem að Hótel Kea er eitt af kennileitum Akureyrar." segja hönnuðir verksins en þau eru; Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka).Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæð Hótel KeaVorið 2013 verður ný Hamborgarafabrikka opnuð á jarðhæð Hótel Kea, þar sem áður var Terían (Súlnaberg). Staðurinn mun taka um 120 manns í sæti og er hannaður eins og staðurinn í Reykjavík."Við erum virkilega spenntir fyrir opnun Fabrikkunnar á Akureyri. Nýja Fabrikkan verður ögn minni en sú í Reykjavík en að öðru leyti eins. Sami matseðill, sömu verð og sömu áherslur. Það er okkur heiður að fá að bætast í hóp flottra veitingastaða á Akureyri og vonandi verður okkur vel tekið", segir Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar."Við höfum alltaf borið hlýjar tilfinningar til Akureyrar og hluti af eftirvæntingunni við nýja staðinn er sú staðreynd að við komum til með að eyða miklum tíma fyrir norðan", segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar. Hönnuðir verksins eru Helga Lund arkitekt, Hallgrímur Friðgeirsson, innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir.
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira