Tímamótabíll án burðarbita milli hurða Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 08:45 Reynsluakstur - Ford B-Max Það telst ávallt til stórra frétta þegar Ford kemur með nýjan bíl á markað. Það hlaut þá eðilega að vera, á þessum tíma smárra bíla, að hann væri af smærri gerðinni, en engu að síður fjölnotabíll. Hann heitir Ford B-Max og skírskotar með því nafni í stærri bræður sína C-Max og S-Max, sem og í B-stærðarflokk bíla. Ford segir að B-Max sé tegund af bíl sem heimsbyggðin hefur ekki séð áður og hann sé ekki bara ætlaður fólki með börn heldur einnig fyrir ævintýragjarnt fólk á öllum aldri. Þrátt fyrir að um byltingarkenndan bíl sé að ræða á hann að leysa af hólmi Ford Fusion bílinn, sem var álíka sexí í útliti og frystikista. Þessi nýi bíll er byggður á sama undirvagni og Ford Fiesta en er 12 sentimetrum lengri og nokkru hærri að auki.Byltingarkennd hurðaopnun Það sem gerir þennan bíl strax athygliverðan er að hann er ekki með neinn burðarpóst á milli hurða og því opnast hann alveg þegar þær báðar eru opnaðar. Sú aftari er rennihurð sem eykur enn á frábært innstig í bílinn og er opnunin hvorki meira né minna en 1,5 metrar. Hvað þetta varðar á bíllinn engan sinn líkan og gæti talist himnasending fyrir fólk sem á eitt eða fleiri börn sem sitja í barnabílstólum, því ekki er hægt að hugsa sér annan bíl heppilegri til að festa þau í og taka út aftur. Þeir sem hafa áhyggjur af burði og styrk bílsins vegna skorts á burðarbitanum milli hurðanna geta sleppt því þar sem styrkurinn liggur í hurðunum sjálfum og þegar þeim er lokað krækjast þær við þakið til að viðhalda stífni bílsins. Bíllinn hefur þó marga aðra kosti en þennan, svo sem eins og frábærar vélar og mikla aksturshæfni.Litlar sprækar vélar og fínir aksturseiginleikar Ford B-Max var prófaður við bestu aðstæður á vegum í nágrenni München og bæði reyndur með sprækri 1,6 lítra dísilvél og hinni frábæru eins lítra EcoBoost bensínvél. Báðar reyndust þær ákaflega heppilegar fyrir þennan bíl, en þær má reyndar finna í ýmsum öðrum gerðum minni Ford bíla. Þar sem B-Max er nettur bíll eru báðar þessar vélar sprækar og hann skemmtilegur fyrir vikið. Litla bensínvélin er 100 hestöfl enda með túrbínu. Þá vél má einnig fá 125 hestafla og sérpanta má bílinn þannig. Greinaskrifari myndi þó velja dísilvélina vegna mikils togs hennar og lágrar eyðslu. Hún er ekki skráð nema fyrir 75 hestöflum en er merkilega spræk. Ein vél enn er í boði hjá Brimborg, söluaðila bílsins hér á landi, en það er 1,6 lítra bensínvél, 105 hestafla, en með henni er bíllinn aðeins í boði sjálfskiptur. Með hinum vélunum fæst hann bara beinskiptur og þannig er þessi lipri bíll reyndar skemmtilegastur. Það eru þó ekki allir sem kjósa það og krefjast sjálfskiptingar. Akstursgeta bílsins kom hressilega á óvart, hann svínliggur á vegi, er mjög lipur í stýringu og varla gætir nokkurs hliðarhalla þó lagt sé vel á hann í beygjum, auk þess sem hann er stöðugur í lankeyrslu. Hann er því með sömu rómuðu akstureiginleikana og Ford Fiesta, enda með sama undirvagn og fjöðrun. Eitt er það þó sem setja þarf útá, hann sárvantar sjötta gírinn beinskiptur fyrir þjóðvegaakstur og eyðir því meira þar en þarf.Praktísk innri hönnun Ford B-Max er sniðuglega innréttaður. Hann er með 318 lítra skott en ef aftursætin er lögð niður, þá verður gólfið alveg flatt, 2,3 metra langt og 1.103 lítrar. Innréttingin er afar smekkleg og Ford hefur tekist að láta hana líta dálítið lúxuslega út þó ekki sé froðsað með dýrri efnisnotkun. Þó verður að segja að aðeins of mikið sé froðsað í fjölda takka fyrir hljóðkerfi bílsins og minnir fyrir vikið á stjórnklefa í þotum. Sætin er mjög góð í bílnum og auðvelt að finna heppilega akstursstöðu. Ökumaður, sem og aðrir farþegar, sitja hátt í bílnum og það er einmitt það sem svo margir bílkaupendur sækjast eftir í dag og fyrir vikið sest maður beint inní bílinn, ekki niður í hann eins og með svo marga fólksbíla. Þetta meta sérstaklega mikið eldri kaupendur og reyndar líka margir kvenkyns ökumenn. Ford B-Max er með allra praktískustu bílum sem greinarritari hefur séð, sparneytinn og ótrúlega góður í akstri og ætti því að eiga vísan nokkuð stóran kaupendahóp, þó allra helst í hópi foreldra með ung börn.Kostir: Byltingarkennd hurðaopnun, aksturseiginleikar, góðar vélarÓkostir: Vantar 6. gírinn, fæst bara sjálfskiptur með 1 vélargerð1,0 bensínvél – 100 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 4,9 l./100 km í bl. akstriMengun: 114 g/km CO2Hröðun: 13,2 sek.Hámarkshraði: 175 Km/klstVerð: 3.290.000 kr.Umboð: Brimborg Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent
Reynsluakstur - Ford B-Max Það telst ávallt til stórra frétta þegar Ford kemur með nýjan bíl á markað. Það hlaut þá eðilega að vera, á þessum tíma smárra bíla, að hann væri af smærri gerðinni, en engu að síður fjölnotabíll. Hann heitir Ford B-Max og skírskotar með því nafni í stærri bræður sína C-Max og S-Max, sem og í B-stærðarflokk bíla. Ford segir að B-Max sé tegund af bíl sem heimsbyggðin hefur ekki séð áður og hann sé ekki bara ætlaður fólki með börn heldur einnig fyrir ævintýragjarnt fólk á öllum aldri. Þrátt fyrir að um byltingarkenndan bíl sé að ræða á hann að leysa af hólmi Ford Fusion bílinn, sem var álíka sexí í útliti og frystikista. Þessi nýi bíll er byggður á sama undirvagni og Ford Fiesta en er 12 sentimetrum lengri og nokkru hærri að auki.Byltingarkennd hurðaopnun Það sem gerir þennan bíl strax athygliverðan er að hann er ekki með neinn burðarpóst á milli hurða og því opnast hann alveg þegar þær báðar eru opnaðar. Sú aftari er rennihurð sem eykur enn á frábært innstig í bílinn og er opnunin hvorki meira né minna en 1,5 metrar. Hvað þetta varðar á bíllinn engan sinn líkan og gæti talist himnasending fyrir fólk sem á eitt eða fleiri börn sem sitja í barnabílstólum, því ekki er hægt að hugsa sér annan bíl heppilegri til að festa þau í og taka út aftur. Þeir sem hafa áhyggjur af burði og styrk bílsins vegna skorts á burðarbitanum milli hurðanna geta sleppt því þar sem styrkurinn liggur í hurðunum sjálfum og þegar þeim er lokað krækjast þær við þakið til að viðhalda stífni bílsins. Bíllinn hefur þó marga aðra kosti en þennan, svo sem eins og frábærar vélar og mikla aksturshæfni.Litlar sprækar vélar og fínir aksturseiginleikar Ford B-Max var prófaður við bestu aðstæður á vegum í nágrenni München og bæði reyndur með sprækri 1,6 lítra dísilvél og hinni frábæru eins lítra EcoBoost bensínvél. Báðar reyndust þær ákaflega heppilegar fyrir þennan bíl, en þær má reyndar finna í ýmsum öðrum gerðum minni Ford bíla. Þar sem B-Max er nettur bíll eru báðar þessar vélar sprækar og hann skemmtilegur fyrir vikið. Litla bensínvélin er 100 hestöfl enda með túrbínu. Þá vél má einnig fá 125 hestafla og sérpanta má bílinn þannig. Greinaskrifari myndi þó velja dísilvélina vegna mikils togs hennar og lágrar eyðslu. Hún er ekki skráð nema fyrir 75 hestöflum en er merkilega spræk. Ein vél enn er í boði hjá Brimborg, söluaðila bílsins hér á landi, en það er 1,6 lítra bensínvél, 105 hestafla, en með henni er bíllinn aðeins í boði sjálfskiptur. Með hinum vélunum fæst hann bara beinskiptur og þannig er þessi lipri bíll reyndar skemmtilegastur. Það eru þó ekki allir sem kjósa það og krefjast sjálfskiptingar. Akstursgeta bílsins kom hressilega á óvart, hann svínliggur á vegi, er mjög lipur í stýringu og varla gætir nokkurs hliðarhalla þó lagt sé vel á hann í beygjum, auk þess sem hann er stöðugur í lankeyrslu. Hann er því með sömu rómuðu akstureiginleikana og Ford Fiesta, enda með sama undirvagn og fjöðrun. Eitt er það þó sem setja þarf útá, hann sárvantar sjötta gírinn beinskiptur fyrir þjóðvegaakstur og eyðir því meira þar en þarf.Praktísk innri hönnun Ford B-Max er sniðuglega innréttaður. Hann er með 318 lítra skott en ef aftursætin er lögð niður, þá verður gólfið alveg flatt, 2,3 metra langt og 1.103 lítrar. Innréttingin er afar smekkleg og Ford hefur tekist að láta hana líta dálítið lúxuslega út þó ekki sé froðsað með dýrri efnisnotkun. Þó verður að segja að aðeins of mikið sé froðsað í fjölda takka fyrir hljóðkerfi bílsins og minnir fyrir vikið á stjórnklefa í þotum. Sætin er mjög góð í bílnum og auðvelt að finna heppilega akstursstöðu. Ökumaður, sem og aðrir farþegar, sitja hátt í bílnum og það er einmitt það sem svo margir bílkaupendur sækjast eftir í dag og fyrir vikið sest maður beint inní bílinn, ekki niður í hann eins og með svo marga fólksbíla. Þetta meta sérstaklega mikið eldri kaupendur og reyndar líka margir kvenkyns ökumenn. Ford B-Max er með allra praktískustu bílum sem greinarritari hefur séð, sparneytinn og ótrúlega góður í akstri og ætti því að eiga vísan nokkuð stóran kaupendahóp, þó allra helst í hópi foreldra með ung börn.Kostir: Byltingarkennd hurðaopnun, aksturseiginleikar, góðar vélarÓkostir: Vantar 6. gírinn, fæst bara sjálfskiptur með 1 vélargerð1,0 bensínvél – 100 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 4,9 l./100 km í bl. akstriMengun: 114 g/km CO2Hröðun: 13,2 sek.Hámarkshraði: 175 Km/klstVerð: 3.290.000 kr.Umboð: Brimborg
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent