Handbolti

Afturelding með fullt hús eftir þrjá leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Örn Ingi Bjarkason.
Örn Ingi Bjarkason. Mynd/Vilhelm
Afturelding hélt sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann eins marks sigur á ÍH, 22-21, í uppgjöri tveggja ósigraða liða. Mosfellingar hafa nú unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Afturelding var 14-9 yfir í hálfleik en gestirnir úr Hafnarfirðinum bitu frá sér í seinni hálfleiknum. Afturelding hélt út og tryggði sér þriðja sigurinn í röð.

Örn Ingi Bjarkason var markahæstur í liði Aftureldingar með fimm mörk en þeir Birkir Benediktsson og Kristinn H Elísberg skoruðu báðir fjögur mörk.

Þorkell Magnússon var markahæstur hjá ÍH með átta mörk og Stefán Mickael Sverrisson skoraði fjögur mörk.

Örn Ingi Bjarkason hefur verið markahæsti leikmaður Aftureldingar í þremur fyrstu leikjum tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×