Íslenski boltinn

Ólína gerði sigurmark Vals upp í Mosfellsbæ | Öll úrslit kvöldsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Valli
Fimm leikir fóru fram í Pepsi deild kvenna í kvöld en um mánaðarhlé hefur verið á deildinni vegna þátttöku Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð.

Stjarnan vann þægilegan sigur, 3-0, á ÍBV út í Eyjum og rígheldur í toppsætið en liðið er nú komið tíu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik.

Blikar unnu einnig auðveldan sigur á HK/Víkingi, 3-0, í Kópavogi.

Valsstúlkur gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og unnu fínan útisigur 1-0 en sigurmarkið kom undir lok leiksins. Það var enginn önnur en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sem skallaði boltann í netið á 87. mínútu leiksins en markið kom eftir frábæra sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur.

Edda Garðarsdóttir var einnig í liði Vals í kvöld en hún og Ólína gengu báðar til liðsins fyrir stuttu frá Chelsea.

Hér að neðan má sjá úrslit leikjanna en upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni www.urslit.net

FH - Þór/KA 2-2

0-1 Thanai Lauren Annis (12.), 1-1 Ashlee Hincks (32.),  2-1 Hugrún Elvarsdóttir (75.), 2-2 Thanai  (90.).

ÍBV - Stjarnan 0-3

0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (13.), 0-2 Elva Friðjónsdóttir (35.), 0-3 Megan Anne Lindsey (83.).

Afturelding - Valur 0-1

0-1 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (87.).

Breiðablik - HK/Víkingur 3-0

1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (73.), 2-0 Rakel Hönnudóttir (83.), 3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (90.).

Selfoss - Þróttur R. 4-2

0-1 Margrét María Hólmarsdóttir (22.), 1-1 Svana Rún Hermannsdóttir (27.), 2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (29.), 3-1 Valorie Nicole O´Brien (42.), 3-2 Ásgerður Arna Pálsdóttir (77.), 4-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (84.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×