Ragnar Nathanaelsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, sýnir á sér hina hliðina á vefsíðunni Karfan.is.
Ragnar skoraði tólf stig og tók níu fráköst í tveimur sigurleikjum gegn Dönum á dögunum. Í hinni hliðinni kennir ýmissa grasa. Þannig segir Ragnar að það svaðalegasta sem hann hafi séð í körfubolta sé hann sjálfur að troða.
Nokkrar vel valdar spurningar má sjá hér að neðan:
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 2007 byrjaði ég að alvöru og það var í frystikistunni í Hveró city.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Pétur Guðmundsson.
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron Jame er bestur en Kevin Durant er að taka framúr honum.
Furðulegasti liðsfélaginn? Haukur Helgi (Pálsson). Staðfest.
Erfiðasti andstæðingurinn? Djammið....
Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Djammið erfiðasti andstæðingurinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn