Lífið

„Elvis lifir, ég trúi því“

Hanna Ólafsdóttir skrifar
 Jósef „Elvis“ Ólason er formaður aðdáendaklúbbs Elvisar Presley á íslandi.
Jósef „Elvis“ Ólason er formaður aðdáendaklúbbs Elvisar Presley á íslandi. Stefán
„Elvis lifir, ég trúi því. Þess vegna segi ég að uppákoman verði daginn sem hann fór en ekki á dánardegi hans,“ segir Jósef Ólason, formaður aðdáendaklúbbs Elvisar Presley sem stendur fyrir minningarsamkomu honum til heiðurs þann 16. ágúst næstkomandi.



Að sögn Jósefs eru um 2000 manns skráðir á Facebook-síðu aðdáendarklúbbsins en heildarfjöldi meðlima eru allt að 4000 manns. „Það er mikill fjöldi skráður í klúbbinn enda allir velkomnir. Eina krafan er að hafa áhuga á Elvis og kunna að meta hann og tónlistina hans.“



Samkoman verður haldin á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hvetur Jósef alla Elvis aðdáendur landsins til að mæta.

„Við viljum sjá sem flesta og það væri gaman ef að fólk mætti í búning eða er með greiðslu í hans anda eða eitthvað slíkt. Það er þó engin sérstök krafa um klæðnað, fólk mætir bara eins og það vill. Það er númer eitt, tvö og þrjú að koma saman og minnast kóngsins.“



Sjálfur mun Jósef stíga á svið í fullum Elvis-skrúða. „Það verður líka opin hljóðnemi fyrir þá sem hasxfa áhuga á að vera með atriði en kynnir kvöldsins, Magnús Korntop, er einnig mikill Elvis áðdáandi og mun halda uppi góðri stemmningu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.