Gestrisinn bóndi á Erpsstöðum í Dölum Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2013 11:00 Helga Guðmundsdóttir, bóndi, ásamt dóttur sinni Hólmfríði Töniu, og svínunum sem eru nýjustu meðlimir fjölskyldunnar á Erpsstöðum Mynd/Ólöf Þegar blaðamann bar að garði á Erpsstöðum var einkar líflegt um að litast, en fyrir utan var rúta full af ferðamönnum sem fóru klyfjaðir vörum frá býlinu. „Ég held að það hafi komið hérna um það bil fimmtán þúsund manns í fyrra, yfir sumartímann, þannig að þetta er hellings traffík,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi. „Meira að segja kýrnar eru orðnar vanar heimsóknunum, því á veturnar tökum við líka á móti skólafólki,“ bætir gestrisni bóndinn við. Ábúendur á Erpsstöðum eru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson, frá Kvennahóli á Fellsströnd í Dalasýslu og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, frá Kvennabrekku í Miðdölum Dalasýslu. Þau eiga fimm börn, sem öll taka virkan þátt í búskapnum.nýstárlegt fjós Helga og Þorgrímur, og börnin fimm, reka lausagöngufjós með um sextíu mjólkurkúm. Fjósið er einkar vel útbúið og kýrnar sjá sjálfar um að mjólka sig í svokölluðum mjaltaþjónum. Mynd/Ólöf„Við erum hér með 60 mjólkurkýr í lausagöngufjósi, en svo erum við líka með hænur, kindur, hesta, kanínur, naggrísi og svín, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga. Á Erpsstöðum er einnig rekið rjómabú þar sem þau hjónin framleiða lífrænt ræktaðan ís, osta og skyrkonfekt sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands, sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Skyrkonfektið frá Erpsstöðum hefur vakið mikla lukku. „Grapevine gaf okkur og skyrkonfektinu verðlaun í fyrra fyrir vöru ársins, og varan var svo kynnt á HönnunarMars í fyrra,“ segir Helga að lokum. „Þetta gengur ágætlega hjá okkur,“ segir hún létt í bragði. Framleiðslan fer fram á býlinu sjálfu í 200 fermetra aðstöðu, sem ætluð er fyrir heimavinnslu afurða. HönnunarMars Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Sjá meira
Þegar blaðamann bar að garði á Erpsstöðum var einkar líflegt um að litast, en fyrir utan var rúta full af ferðamönnum sem fóru klyfjaðir vörum frá býlinu. „Ég held að það hafi komið hérna um það bil fimmtán þúsund manns í fyrra, yfir sumartímann, þannig að þetta er hellings traffík,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi. „Meira að segja kýrnar eru orðnar vanar heimsóknunum, því á veturnar tökum við líka á móti skólafólki,“ bætir gestrisni bóndinn við. Ábúendur á Erpsstöðum eru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson, frá Kvennahóli á Fellsströnd í Dalasýslu og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, frá Kvennabrekku í Miðdölum Dalasýslu. Þau eiga fimm börn, sem öll taka virkan þátt í búskapnum.nýstárlegt fjós Helga og Þorgrímur, og börnin fimm, reka lausagöngufjós með um sextíu mjólkurkúm. Fjósið er einkar vel útbúið og kýrnar sjá sjálfar um að mjólka sig í svokölluðum mjaltaþjónum. Mynd/Ólöf„Við erum hér með 60 mjólkurkýr í lausagöngufjósi, en svo erum við líka með hænur, kindur, hesta, kanínur, naggrísi og svín, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga. Á Erpsstöðum er einnig rekið rjómabú þar sem þau hjónin framleiða lífrænt ræktaðan ís, osta og skyrkonfekt sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands, sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Skyrkonfektið frá Erpsstöðum hefur vakið mikla lukku. „Grapevine gaf okkur og skyrkonfektinu verðlaun í fyrra fyrir vöru ársins, og varan var svo kynnt á HönnunarMars í fyrra,“ segir Helga að lokum. „Þetta gengur ágætlega hjá okkur,“ segir hún létt í bragði. Framleiðslan fer fram á býlinu sjálfu í 200 fermetra aðstöðu, sem ætluð er fyrir heimavinnslu afurða.
HönnunarMars Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Sjá meira