Lífið

Fjörugt brúðkaup

Sara McMahon skrifar
Svala Björgvinsdóttir gekk að eiga Einar Egilsson í Landakotskirkju á laugardag.
Svala Björgvinsdóttir gekk að eiga Einar Egilsson í Landakotskirkju á laugardag. Mynd/Instagram.com/steedlord
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson gengu í það heilaga í Landakotskirkju á laugardaginn var. Brúðkaupið var mikil veisla bæði fyrir eyru og augu og söng Stefán Hilmarsson við kirkjuathöfnina sjálfa.

Í veislunni komu fram fjölmargir þekktir söngvarar og skemmtikraftar. Björgvin Halldórsson, faðir brúðarinnar, söng meðal annar lag ásamt karlakórnum Þresti.

Einnig stigu á stokk Stuðmaðurinn Jakob Frímann, Magnús Kjartansson og loks samdi faðir brúðgumans, Egill Eðvarsson, lag upp úr uppáhalds kvikmynd Svölu, The Notebook, og flutti það ásamt Björgvini við mikinn fögnuð brúðhjóna og gesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.