Nicolas Winding Refn talaði við gesti á forsýningu frá LA
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors.Fréttablaðið/arnþór birkisson
Kvikmyndin Only God Forgives var forsýnd í Laugarásbíó í gær. Fjöldi fólks sótti sýninguna og hélt Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi myndarinnar, stutta tölu áður en sýning hófst. Leikstjórinn, Daninn Nicolas Winding Refn, kastaði einnig kveðju á mannskapinn í gegnum síma, en hann var staddur í Los Angeles. Þá bað leikstjórinn þjóðina afsökunar fyrir hönd samlanda sinna fyrir að hafa komið illa fram við okkur.
Kvikmyndin skartar Ryan Gosling, Kristin Scott Thomas og Vithaya Pansringarm í aðalhlutverkum.