Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir Quiz Up og hefur leikurinn vaxið á gríðar hraða undanfarna tíu daga.
Það tók Quiz Up aðeins nokkra daga að ná yfir milljón notendum sem er betri árangur en allir stærstu samskiptamiðlarnir í heiminum í dag.
Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út.
Hér að neðan má horfa á innslag sem CNN gerði um þennan magnaða leik.