Viðskipti innlent

Benedikt ráðinn aðstoðarmaður fjármálaráðherra

Kristján Hjálmarsson skrifar
Benedikt Gíslason mun veita ráðgjöf um framkvæmd áætlunar um afnmám gjaldeyrishafta.
Benedikt Gíslason mun veita ráðgjöf um framkvæmd áætlunar um afnmám gjaldeyrishafta.
Benedikt Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Störf Benedikts fyrir ráðherra munu meðal annars snúa að ráðgjöf um framkvæmd áætlunar um afnám gjaldeyrishafta og tengd mál, að því er segir í tilkynningu.

Benedikt er 39 ára verkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslandsbanka-FBA frá 1998-2001, Straumi fjárfestingafélagi 2001-2004, sem framkvæmdastjóri hjá Straumi Fjárfestingarbanka frá 2004-2007 og 2008-2011, hjá FL Group 2007-2008 og sem framkvæmdastjóri hjá MP banka frá árinu 2011.

Þá hefur Benedikt sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Verzlunarskóla Íslands.

Hann sat í vinnuhópi á vegum samtaka fjármálafyrirtækja sem starfaði á síðasta ári og lagði mat á umfang aflandskrónuvandans og útbjó tillögur um aðgerðir til að afnema höft á fjármagnsflutninga.

Benedikt er kvæntur Ragnheiði Ástu Guðnadóttur, næringarfræðingi, og eiga þau fjögur börn.
Benedikt hefur störf í fjármálaráðuneytinu 21. nóvember. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×