Illa fer við hraðametstilraun Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 08:45 Uppþornuð stöðuvötn með marflötum botni er kjörinn vettvangur fyrir hraðametstilraunir. Á einu slíku í S-Kaliforníu reyndi ökuþórinn Brian Gillespie að slá hraðamet á Honda Insight bíl, en ekki vildi betur til en að hann missir stjórn á bílnum og fer óteljandi veltur, enda á 306 kílómetra ferð er það gerist. Hann hafði reyndar í fyrri tilraun náð 323 kílómetra hraða, en til stóð að bæta það er allt fór úrskeiðis. Bíll hans er tætlur einar eftir ósköpin, en það ótrúlega er að ökuþórinn slapp með minniháttar meiðsl. Sjá má þessa metnaðarfullu tilraun hans og hvernig fór í myndskeiðinu. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent
Uppþornuð stöðuvötn með marflötum botni er kjörinn vettvangur fyrir hraðametstilraunir. Á einu slíku í S-Kaliforníu reyndi ökuþórinn Brian Gillespie að slá hraðamet á Honda Insight bíl, en ekki vildi betur til en að hann missir stjórn á bílnum og fer óteljandi veltur, enda á 306 kílómetra ferð er það gerist. Hann hafði reyndar í fyrri tilraun náð 323 kílómetra hraða, en til stóð að bæta það er allt fór úrskeiðis. Bíll hans er tætlur einar eftir ósköpin, en það ótrúlega er að ökuþórinn slapp með minniháttar meiðsl. Sjá má þessa metnaðarfullu tilraun hans og hvernig fór í myndskeiðinu.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent