Honda loks með forþjöppuvélar Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 14:15 Honda Civic Type-R fær 300 hestafla 2,0 lítra vél. Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent