Lág brú eyðileggur tugi flutningabíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 10:30 Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent
Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent