Range Rover Hybrid að koma Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 10:45 Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent