Mamma hræðir soninn með 900 hestöflum Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 08:45 Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent
Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent