Þjóðviljinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. janúar 2013 10:30 Hver er þjóðviljinn? Hvernig finnum við hann? Hver talar fyrir hann? Er hann einn eða síkvikur? Er hann summa þess sem öllum finnst? Er hann meirihluti fólks? Meirihluti þeirra sem taka afstöðu? Það er nú það. Í Egyptalandi fór nýlega fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem meirihlutinn samþykkti skert réttindi kvenna og aðrar afturfarir. Það minnir okkur á að ein manneskja á ekki að taka ákvarðanir um réttindi annarrar manneskju; mannréttindi eru algild og ekki efni í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég fór upp í háskóla um daginn og hlustaði á nokkra fræðimenn tala um nýjar stjórnarskrártillögur og umræður í kjölfarið. Það var fróðlegt. Fræðimenn við Háskóla Íslands tóku ekki þátt í umræðunni á meðan stjórnlagaráð starfaði, en hafa látið í sér heyra að undanförnu – aldeilis – enda er málið nú í meðförum Alþingis og eðlilegur tími til að tjá sig. Harkaleg gagnrýni fræðimannanna hefur hins vegar komið ráðsmönnum í opna skjöldu; og þeir tala sumir um að hún sé alltof seint fram komin, strætó sé farinn. Háskólarnir áttu sínar vondu stundir í Stóru bólu – en í raun og veru er vandséð að annað en þekkingarleit stjórni gerðum þessara fræðimanna og löngun til að sú þekking nýtist. Ekki er hægt að láta þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Til þess er hún of afdráttarlaus. Málefnalegri gagnrýni sérfræðinga á regluverk um sjálft þjóðskipulagið verður að svara málefnalega í stað þess að vísa henni á bug vegna tímaskorts.Hver er með umboð? Stjórnlagaráðsliðar tala eins og nánast sé formsatriði að Alþingi ljúki málinu – því beri að samþykkja frumvarpið með minnstu hugsanlegum breytingum. En málið er ekki alveg svo einfalt. Það er beinlínis hlutverk Alþingis að fjalla um slíkt frumvarp á eins vandaðan hátt og kostur er og til þess hafa alþingismenn fullt umboð. Svörin við spurningum sem lagðar voru fyrir landsmenn um stjórnarskrármálin voru heldur ekki bindandi heldur leiðbeinandi; þær voru almennar og afmarkaðar og ekki var kosið sérstaklega um nokkur þeirra álitamála sem síðan hafa komið fram – til dæmis hlutverk forseta og framsal fullveldis. Ef við látum nú sem vind um eyru þjóta varnaðarorð fræðimanna um sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins, en ætlum að halda í stjórnskipunarlega óvissuferð sem ?allur heimurinn horfir á með aðdáun? þá erum við að stunda áhættuhegðun í anda bóluáranna. Stjórnlagaráðsliðar verða að sætta sig við þann hluta af ferlinu sem nú fer fram: að óvægnar umræður fari fram um tillögu þeirra. Ekki er þar með sagt að vinna þeirra sé unnin fyrir gýg. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að notast sé við allar hugsanlegar rannsóknir og bestu fáanlegu þekkingu sem til er þegar samin er stjórnarskrá. Ekki er nóg að greindir menn sjái hlutina bara út samkvæmt gamla góða brjóstvitinu. Festu skorti í stjórnkerfið hér fyrir Hrun og peningamenn óðu uppi – tóku nánast yfir landstjórnina í veigamiklum atriðum. Stjórnmálamenn – sem hafa umboðið frá kjósendum – notuðu vald sitt ekki í almannaþágu heldur þvert á móti til þess að hygla vildarmönnum og styrktaraðilum. Samband þingmanna við einstaka peningamenn virðist á köflum hafa verið handan alls velsæmis og þingmenn gengu erinda sterkra hagsmunapotara: veikir flokkar en sterk fjármálaöfl. Róttækar breytingar í átt að meira persónukjöri gætu veikt flokkana enn og gert erfiðara að krefja flokk um ábyrgð (að ógleymdum ruglingslegum tillögum um aðkomu forseta Íslands að stjórnarmyndun) – og geta jafnvel orðið til þess að upp komi stjórnmálamenn ?kostaðir? af tilteknum hagsmunaaðilum í enn meiri mæli en þó hefur verið. Hugmyndir stjórnlagaráðs um stóraukna möguleika til að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá gætu orðið til þess að samfella í ákvörðunum gæti rofnað og yfirsýn í stefnumótun minnkað og klippt væri á það samspil ábyrgðar og valds sem fulltrúalýðræði á vesturlöndum snýst um, þar sem ráðamenn standa og falla með ákvörðunum sínum og mæta þjóðviljanum á fjögurra ára fresti.Grundvallarmunur Fulltrúalýðræði er það fyrirkomulag þegar ég framsel vald mitt í hendur flokks eða samtaka fólks sem aðhyllist svipuð grundvallargildi í lífinu og ég: síðan fylgist ég með því hvernig þessu fólki gengur að starfa í anda hugsjónanna, læt því eftir að setja sig vel inn í flókin mál og taka ákvarðanir byggðar á þekkingu. Finnist mér þau bregðast þessu trausti eða breytist hugsjónir mínar finn ég annað fólk í öðrum flokki sem endurspeglar þær og kýs það. Að svo miklu leyti sem núverandi ríkisstjórn fékk að stjórna ríki sem fjárráðin höfðu verið tekin af, getum við séð ýmis dæmi þess að hún hafði jöfnuð og umhverfisvernd að leiðarljósi í endurreisnarstörfum sínum – eins og nýsamþykkt rammaáætlun sýnir: það er grundvallarmunur á vinstri stjórn og hægri stjórn; valkostirnir eru skýrir. Sé fólk óánægt með þróun íslensks samfélags er hins vegar vert að muna að það kjörtímabil sem nú er á enda runnið er hið fyrsta í sögu lýðveldisins sem hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur eru við völd. Misvægi atkvæða og sérstakt skuldbindingar- og fyrirgreiðslusamband þingmanna við kjósendur sína í fámennum byggðarlögum hefur orðið til þess að ef til vill má efast um að hér hafi ríkt fulltrúalýðræði eins og það þekkist í Evrópulöndum þar sem tíðkast hlutfallskosningar. Er kannski kominn tími til að prófa raunverulegt fulltrúalýðræði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hver er þjóðviljinn? Hvernig finnum við hann? Hver talar fyrir hann? Er hann einn eða síkvikur? Er hann summa þess sem öllum finnst? Er hann meirihluti fólks? Meirihluti þeirra sem taka afstöðu? Það er nú það. Í Egyptalandi fór nýlega fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem meirihlutinn samþykkti skert réttindi kvenna og aðrar afturfarir. Það minnir okkur á að ein manneskja á ekki að taka ákvarðanir um réttindi annarrar manneskju; mannréttindi eru algild og ekki efni í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég fór upp í háskóla um daginn og hlustaði á nokkra fræðimenn tala um nýjar stjórnarskrártillögur og umræður í kjölfarið. Það var fróðlegt. Fræðimenn við Háskóla Íslands tóku ekki þátt í umræðunni á meðan stjórnlagaráð starfaði, en hafa látið í sér heyra að undanförnu – aldeilis – enda er málið nú í meðförum Alþingis og eðlilegur tími til að tjá sig. Harkaleg gagnrýni fræðimannanna hefur hins vegar komið ráðsmönnum í opna skjöldu; og þeir tala sumir um að hún sé alltof seint fram komin, strætó sé farinn. Háskólarnir áttu sínar vondu stundir í Stóru bólu – en í raun og veru er vandséð að annað en þekkingarleit stjórni gerðum þessara fræðimanna og löngun til að sú þekking nýtist. Ekki er hægt að láta þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Til þess er hún of afdráttarlaus. Málefnalegri gagnrýni sérfræðinga á regluverk um sjálft þjóðskipulagið verður að svara málefnalega í stað þess að vísa henni á bug vegna tímaskorts.Hver er með umboð? Stjórnlagaráðsliðar tala eins og nánast sé formsatriði að Alþingi ljúki málinu – því beri að samþykkja frumvarpið með minnstu hugsanlegum breytingum. En málið er ekki alveg svo einfalt. Það er beinlínis hlutverk Alþingis að fjalla um slíkt frumvarp á eins vandaðan hátt og kostur er og til þess hafa alþingismenn fullt umboð. Svörin við spurningum sem lagðar voru fyrir landsmenn um stjórnarskrármálin voru heldur ekki bindandi heldur leiðbeinandi; þær voru almennar og afmarkaðar og ekki var kosið sérstaklega um nokkur þeirra álitamála sem síðan hafa komið fram – til dæmis hlutverk forseta og framsal fullveldis. Ef við látum nú sem vind um eyru þjóta varnaðarorð fræðimanna um sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins, en ætlum að halda í stjórnskipunarlega óvissuferð sem ?allur heimurinn horfir á með aðdáun? þá erum við að stunda áhættuhegðun í anda bóluáranna. Stjórnlagaráðsliðar verða að sætta sig við þann hluta af ferlinu sem nú fer fram: að óvægnar umræður fari fram um tillögu þeirra. Ekki er þar með sagt að vinna þeirra sé unnin fyrir gýg. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að notast sé við allar hugsanlegar rannsóknir og bestu fáanlegu þekkingu sem til er þegar samin er stjórnarskrá. Ekki er nóg að greindir menn sjái hlutina bara út samkvæmt gamla góða brjóstvitinu. Festu skorti í stjórnkerfið hér fyrir Hrun og peningamenn óðu uppi – tóku nánast yfir landstjórnina í veigamiklum atriðum. Stjórnmálamenn – sem hafa umboðið frá kjósendum – notuðu vald sitt ekki í almannaþágu heldur þvert á móti til þess að hygla vildarmönnum og styrktaraðilum. Samband þingmanna við einstaka peningamenn virðist á köflum hafa verið handan alls velsæmis og þingmenn gengu erinda sterkra hagsmunapotara: veikir flokkar en sterk fjármálaöfl. Róttækar breytingar í átt að meira persónukjöri gætu veikt flokkana enn og gert erfiðara að krefja flokk um ábyrgð (að ógleymdum ruglingslegum tillögum um aðkomu forseta Íslands að stjórnarmyndun) – og geta jafnvel orðið til þess að upp komi stjórnmálamenn ?kostaðir? af tilteknum hagsmunaaðilum í enn meiri mæli en þó hefur verið. Hugmyndir stjórnlagaráðs um stóraukna möguleika til að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá gætu orðið til þess að samfella í ákvörðunum gæti rofnað og yfirsýn í stefnumótun minnkað og klippt væri á það samspil ábyrgðar og valds sem fulltrúalýðræði á vesturlöndum snýst um, þar sem ráðamenn standa og falla með ákvörðunum sínum og mæta þjóðviljanum á fjögurra ára fresti.Grundvallarmunur Fulltrúalýðræði er það fyrirkomulag þegar ég framsel vald mitt í hendur flokks eða samtaka fólks sem aðhyllist svipuð grundvallargildi í lífinu og ég: síðan fylgist ég með því hvernig þessu fólki gengur að starfa í anda hugsjónanna, læt því eftir að setja sig vel inn í flókin mál og taka ákvarðanir byggðar á þekkingu. Finnist mér þau bregðast þessu trausti eða breytist hugsjónir mínar finn ég annað fólk í öðrum flokki sem endurspeglar þær og kýs það. Að svo miklu leyti sem núverandi ríkisstjórn fékk að stjórna ríki sem fjárráðin höfðu verið tekin af, getum við séð ýmis dæmi þess að hún hafði jöfnuð og umhverfisvernd að leiðarljósi í endurreisnarstörfum sínum – eins og nýsamþykkt rammaáætlun sýnir: það er grundvallarmunur á vinstri stjórn og hægri stjórn; valkostirnir eru skýrir. Sé fólk óánægt með þróun íslensks samfélags er hins vegar vert að muna að það kjörtímabil sem nú er á enda runnið er hið fyrsta í sögu lýðveldisins sem hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur eru við völd. Misvægi atkvæða og sérstakt skuldbindingar- og fyrirgreiðslusamband þingmanna við kjósendur sína í fámennum byggðarlögum hefur orðið til þess að ef til vill má efast um að hér hafi ríkt fulltrúalýðræði eins og það þekkist í Evrópulöndum þar sem tíðkast hlutfallskosningar. Er kannski kominn tími til að prófa raunverulegt fulltrúalýðræði?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun