Sport

Eygló setti þriðja Íslandsmetið

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eitt Íslandsmót féll á öðrum degi Íslandsmótsins í 25 metra laug í sundi. Það setti Eygló Ósk Gústafsdóttir í 100 metra baksundi. Hún setti metið þegar hún synti fyrsta sprett í 4x100 fjórsundsboðsundi. Eygló synti á 59,56 sekúndum en gamla metið var 59,75 sekúndur sem hún átti sjálf frá því í desember 2011.

Eygló er því komin með þrjú Íslandsmet á mótinu en hún setti tvö met í gær.

Ólafur Sigurðsson úr SH bætti drengjametið sitt í 200m skriðsundi frá því í morgun um 1/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 1:57,42 mínútum.

Í 50m baksundi setti Kristinn Þórarinsson úr Fjölni nýtt piltamet þegar hann synti á tímanum 25,42 sekúndum. Gamla metið átti Örn Arnarson frá árinu 1998.

Í sömu grein bætti Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki svo sitt eigið sveinamet frá því í morgun. Hann synti þá á tímanum 30,10 sekúndum en hann synti á 30,82 sekúndum í morgun.

Í 4x100 fjórsundsboðsundi kvenna settu B og C sveitir ÍRB ný aldursflokkamet. B sveitin synti á tímanum 4:35,61 sem er telpnamet. Sveitina skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Svanfríður Steingrímsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðriksdóttir. Gamla metið var 4:37,37 og var í eigu ÍRB frá árinu 2010.

C sveitin synti á tímanum 5:01,09 sem er meyjamet. Sveitina skipuðu þær Aníka Mjöll Júlíusdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir og Klaudia Malesa. Gamla metið var 5:03,59 og var í eigu ÍRB frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×